Friday, January 19, 2007

Udaipur, verðlag og veikindi

Iss, ég er nú meiri kjánapésinn. Ég er með höfuðverk og æðalegg í handleggnum. Æðaleggurinn er þó ekki afleiðing kjánaskapar en höfuðverkinn fékk ég fyrir að leggja af stað á reiðhjóli án þess að hafa vatnsflösku meðferðis. Ekki svo að skilja að ég hafi á endanum verið í miðri eyðimörk og ekki getað haldið áfram, heldur þarf maður bara að drekka reglulega í heitu loftslagi og þá sérstaklega ef maður hreyfir sig eins og ég gerði. Um æðalegginn má svo lesa neðar.

Annars langar mig að tala aðeins um hjólastjórann minn í Agra. Hann er, í samanburði við millistétta hindúann úr síðustu grein, lágstétta múslimi. Í staðin fyrir að hafa átt margar kærustur og vera ógiftur þá giftist hann stúlku frá Kalkútta sem hann hafði aldrei séð áður þegar hann var aðeins 20 ára gamall. Feður hjónanna stungu sem sé saman nefjum eins og algengt er hér og víðar. Ég get ekki ímyndað mér hvernig er fyrir tvítuga stúlku að vera flutta fjarri öllum sem hún þekkir rúmlega þúsund kílómetra leið inn á heimili hjá einhverjum ókunnugum um ókomna tíð.
Hjólastjórinn virtist þjást af einhverskonar næringarskorti því það blæddi stöðugt úr tannholdinu hans. Það besta sem hann kemst í er að finna túrista sem gerir við hann dagsamning, því samkeppnin er hörð í Agra og erfitt að fá viðskipti. Fyrir þá erfiðisvinnu að hjóla með mig um Agra greiddi ég honum um 200 krónur og frá fyrirtækjum sem hann sendi mig í hefur hann fengið um 100 krónur (meira um verðlag hér að neðan). Komist hann í viðskipti sem þessi á hverjum degi, en hann vinnur sjálfsagt flesta daga mánaðarins, tel ég hann á grænni grein. Það þarf þó lukku til að ná sér í dagsamning við túrista.
Draumur hjólastjórans er að verða mótorhjólastjóri, þ.e. að aka auto rickshaw í stað rickshaw (sjá myndir hér að neðan).

<-Rickshaw til vinstri

Auto Rickshaw til hægri->

Ég er allur að hressast. Er farinn frá Pushkar, ferðanýlendu Ísraelsmanna og farinn yfir til Udaipur, staðnum sem 007 – Octopussy myndin var tekin upp að stærstum hluta. Paradísin Pushkar varð skjótt að fangelsi fullu af túristum þegar ég fékk flensuna þar og var þar fastur en ég mæli þó hiklaust með Pushkar. Ég lifði þarna sem grænmetisæta í eina viku og snerti ekki áfengi eins og lög gera ráð fyrir. Pushkar er mjög heilagur staður í augum hindúa og við vatnið má heyra möntrur hindúa spilaðar af upptökum eða sungnar á staðnum linnulaust. Það getur þó verið hálf ergjandi fyrir þá sem reyna að sofa flensusvefni í herbergi rétt við vatnið en yfirleitt eykur þetta á ,,sjarma” Pushkar.
Það væri lélegt að tala aðeins um Octopussy í tengslum við Udaipur, jafnvel þótt að íbúar svæðisins virðast enn svífa um á bleiku James Bond skýji. T.a.m. er Octopussy sýnd á hverju kvöldi milli 7-9 á mörgum matsölustöðum bæjarins. Ég gat því ekki sleppt því að horfa á hana í gærkvöldi. En um Udaipur: James Bond myndin var tekin upp hér því hér eru ótrúleg mannvirki á hólum og eyjum vatnanna sem borgin umkringir. Ein eyjan er t.d. eitt risastórt marmarahótel þar sem svítan er leigð á litlar 25.000 krónur nóttina. Veðrið hérna er með besta móti, ég er stutt ermaður og stutt skálmaður í hvívetna. Samúðarkveðjur til ykkar sem haldið á ykkur hita í froststigunum 9.
Mynd:Marmarahótelið fljótandi
Um verðlagið
Verðlagið á Indlandi er auðvitað ansi lágt. Fyrir þá sem hafa áhuga get ég sagt aðeins frá því. Til að byrja með er sjaldan sem verð eru ákveðin fyrirfram, t.a.m. er Indverji rukkaður um 80 kr fyrir klukkutíma nudd á rakarastofu á meðan útlendingur er fyrst rukkaður um t.d. 300 kr fyrir 20 mínútur. Verð á hlutum og þjónustu er semsagt á floti. Veitingastaðir hafa þó matseðla þar sem verð fyrir hvern rétt er birt og þá borga Indverjar það sama og útlendingar. Venjulega borga ég um 130 krónur fyrir máltíð, innifalið er þá aðalréttur og drykkur. Fyrir morgunverð borga ég yfirleitt svipað en fæ þá kanski 2 rétti og drykk. Fyrir 3 krónur er hægt að kaupa banana og fyrir 300 – 500 kr fæst gisting með sér baðherbergi á notalegu hóteli (sem er þó svolítið skítugra en þið eigið að venjast). Hægt er að finna einstaklingsherbergi án baðherbergis fyrir 160 krónur.

Um veikindin
Eftir flensuna í Pushkar færði ég mig yfir til Udaipur en á öðrum degi fór ég á spítalann vegna þess að höfuðverkir og hálf-blóðugur hósti gerðu mér lífið leitt. Læknirinn sendi mig í röntgen og blóðprufu og sagði margt geta komið til greina um ástand mitt, til dæmis berklar - það eina sem hann nefndi. Á meðan ég beið eftir niðurstöðum á hótelherberginu komst ég að því að mig langaði alls ekki heim, burt frá Indlandi. Það að hafa berkla var minna mál en að þurfa að fara heim. Reyndar las ég seinna að berklarnir sem herja á Indverja eru alls ekkert grín – lyfónæmur fjandi. Berklar eru reyndar algengari hér en eyðni og malaría (í fólki) samanlagt.
Það var því kvíðapési sem mætti á fátæklegan spítalann í Udaipur í annað sinn til að vitja niðurstaðna. Í ljós kom að Gunnar er sko ekki með berkla, heldur er ég með lungnasýkingu eins og fjórðungur ferðamanna fær sem færa sig úr köldu loftslagi yfir í heitt. Flensan og allt þar á undan passar eins og flís við rass við lýsinguna í Lonely Planet bókinni minni. Því er ég með æðalegg í handleggnum og fer í þriðja og síðasta skipti á morgun á spítalann til að fá sýklalyf en auk þess hef ég önnu lyf við sýkingu í ennisholunum (held ég).

Öll samúðar-comment afþökkuð. Ég hef það gott og sé fyrir endann á þessu.

3 comments:

weeping.rock said...

Hello Gunnar, it's me, Nele, the daughter of Olafurs Wife, maybe you can remember me? She just gave me the url to your Blog. I can not really understand everything but I like the pictures you took. Maybe you can tell me something about this trip in an email? I mean do you have a special reason to be in india and stuff like that..im very curious. You can send it to: weeping.rock.rock@gmail.com
would be nice to read something from you.

Kind regards
Nele

Gunnar Geir said...

E-mail sent.

Anonymous said...

World Of Warcraft gold for cheap
wow power leveling,
wow gold,
wow gold,
wow power leveling,
wow power leveling,
world of warcraft power leveling,
world of warcraft power leveling
wow power leveling,
cheap wow gold,
cheap wow gold,
buy wow gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold
buy cheap World Of Warcraft gold f3l6v7fs