Saturday, October 28, 2006

Um yfirvöld í Nepal

Nepal er eitt fátækasta ríki í heiminum. Frá upphafi ríkisins hefur konungstjórn eða ráðríkar fjölskyldur stjórnað landinu. Frá því 1996 hafa uppreisnarmenn orðið til þess að 12.000 manns hafa týnt lífi og aukið á fátækt landsins.
Núverandi konungur, Gyanendra, erfði krúnuna 2001 eftir að þáverandi krónprins drap foreldra sína og 7 aðra úr konungsfjölskyldunni. Krónprinsinn, Dipendra, var konungur í stuttan tíma áður en hann lést af sárum sínum en hann féll fyrir eigin hendi eftir morðin.
Gyanendra leysti upp þingið í landinu í febrúar 2005 til að taka á uppreisnarvandanum og kosningavandamálum að eigin sögn. Í apríl á þessu ári hætti hann beinum afskiptum af stjórn landsins og í dag ríkir vopnahlé á milli yfirvalda og uppreisnarmanna.
Það verður spennandi að kíkja til Nepal.

Nesjavallaleið



DSC_0188, originally uploaded by gunnargeirpetursson.

Er að prófa að birta færslu frá flickr með mynd þaðan. Flickr geymir myndirnar mínar en þangað til í kvöld hef ég verið í vandræðum með að upphlaða myndir hingað (jibbí).

Tónlist

BBC vefurinn er magnaður, bbc.co.uk. Þar má læra tungumál ókeypis, lesa fréttir og fræðast um allt mögulegt í mörgum mismunandi miðlunar formum. Þar má líka finna hvers kyns tónlist sem manni dettur í hug. BBC í samanburði við t.d. yahoo music er sá að BBC býr til þætti sem eru góðir með ríkisstyrkjum, yahoo setur tónlist ríks tónlistarfólks á vefinn sinn.

Munurinn á því að hlusta á BBC og að hlusta á eigin tónlist á t.d. ipoddara er sá að atvinnumaður vinnur við það að finna góða tónlist úr mikið stærra safni og í mörgum þáttum má búast við því að hann finni eitthvað sem ekki heyrist svo oft.

Ég prufa oft jazz tónlist þar en fann núna frábæran þátt, Jazz legends, með blöndu af reggie, jazz og soul. Frábært efni.

http://www.bbc.co.uk/radio3/jazzlegends/pip/9pctc/

Til þess að ég geti sett myndir á vefinn minn þarf ég nýan beini, sem er kominn heim núna. Jibbíkóla.

Nýja síðan mín

Nýtt blog svæði. Ég get ekki kallað mig Liverpoolfara út í rauðan dauðann, þó svo að ég hafi farið þangað. Reyndar fer ég þangað í desember með mömmu til að mæta í útskriftarathöfnina og hitta það frábæra fólk sem ég kynntist þar. Ozgur hefur boðið okkur gistingu nú þegar en hann og kona hans Alana keyptu sér stórt hús fyrir skömmu sem þau vonandi fylla með börnum á komandi árum.
Ég hef mikla trú á google vörum eins og þessu bloggi sem ég er að prófa núna í fyrsta skipti. Við Guðrún Ásta mælum hiklaust með googlemail frípóstinum. Ef þið viljið aðgang þarf einhver googlari að bjóða ykkur, látið mig vita ef þið viljið googlemail/gmail netpóst.