Tuesday, January 16, 2007

Hitt og þetta um samfélagið


Ég þakka Guðjóni fyrir að hafa sagt í commenti „áfram veginn", en nú hef ég breytt kjörorðum síðunnar.

Það er svolítið sérstakt að fylgjast með blessuðum beljunum sleikja götur, rusl og fuglafóður inn í miðri borg á Indlandi. Flestar þeirra virðast vera algjörlega sjálfala á meðan sumar þeirra eiga fast heimili sem þær geta leitað til þegar þeim sýnist. Það er ekki fráleitt að tala um götu-kýr líkt og götu-hunda en hér í Pushkar er nóg af hvoru tveggja. Eðli kúnna og heilagleiki gerir þær þó töluvert vinsælli en hundana, jafnvel þótt þær stangi stundum fólk og skilji eftir sig ómelt fuglafóður hér og þar.
Í samtali mínu við indverskan jafnaldra minn, Abu, bar nautgripi á góma og tilveru þeirra á götunni.

Abu sagði mér frá því að nautin væru til mestra vandræða og þá sérstaklega þegar þau mætast tvö og tvö á götunni. Hann sagði mér frá því að margir menn hefðu misst útlimi í átökum tveggja nauta og að nýlega hafi brennandi heit matarolía sullast yfir Indverja, túrista og tvö naut sem tókust á hinum megin við götuna frá okkur (aðeins nautin tóku þátt í átökunum :).

Til að útskýra tilveru nautgripa á götunni vildi Abu grípa til siðferðislegra sjónarmiða en þegar öllu er á botninn hvolft held ég að heilagleiki þeirra skipti öllu máli.

Til samanburðar spurði Abu : „Hvað gerið þið við götuhundana á Íslandi?”.

Ég svaraði: „Það eru eiginlega engir götuhundar á Íslandi”.

Abu: „Ok, gerum ráð fyrir að þar sé götuhundur. Ekki skjótið þið hann, er það?”.

Ég vissi ekki hvernig ég átti að þverneita þessu.

Abu: „Indverska ríkisstjórnin sér vel um nautin hér og færir þau á nautgripabýli þar sem þau fá bæði lyf og fæði”.

Ég hef átt erfitt með að trúa síðustu setningunni, sérstaklega þegar maður hugsar um allt fólkið sem ekki á ofan í sig og á. Þetta væri þó ekki í ósamræmi við stéttaskiptinguna. Það er þó skemmtilegt að fylgjast með blessuðum beljunum athafna sig í borginni þó svo að manni finnist þær stundum daufar í dálkinn. En hvernig veit maður annars hvort þær eru glaðar eða ekki?

Abu lauk nýlega háskólaprófi í viðskiptum og fluttist til Pushkar frá Mombai. Hann rekur lítið fyrirtæki og virðist hafa það nokkuð gott. Þó hann sé jafn gamall mér er hann ekki giftur, sem er skrítið miðað við alla þá vorkunn sem ég hef fengið fyrir að vera sjálfur ógiftur. Abu útskýrði fyrir mér að honum og pabba hans hafi borist nokkur tilboð frá áhugasömum feðrum en að hann hafi neitað þeim öllum þar sem hann hafi þá ekki verið byrjaður að vinna. Svo vildi hann líka giftast konum en ekki feðrum...... smá grín.

Af fjöri sínu í háskólanum heyrði ég eitt og annað. Það kom mér til dæmis á óvart að Abu, sem er hindúi, hafi átt margar kærustur og að hann hafi oftar en einu sinni átt kost á því að stunda kynlíf með stelpu. Samkvæmt honum virtist sem kynlíf fyrir hjónaband væri stundað að nokkru leiti af bæði hindúum og múslimum þó að hann hafi (auðvitað) aldrei prófað það sjálfur. Þetta kom mér allt saman á óvart en aftur á móti verður að taka fram að Mombai/Bombay/Bollywood er frjálslyndasta (?) borgin á Indlandi.

Þetta minnir mig á undrun mína við að kynnast múslimum í Istanbul, Tyrklandi, sem fóru á strípibúllur, drukku bjór og fóru heim með stelpur. Þetta kennir mér bara sömu lexíu aftur, að hegðun fólks er ekkert alltaf í anda einhvers trúarrits sem það aðhillist. Kristnir Evrópubúar eru besta dæmið um þetta. Auðvelt er að finna t.d. kaþólikka sem virðist í fyrstu fara eftir boðskap kaþólsku kirkjunnar sem sleppir svo fram af sér beislinu á ungdómsárum sínum.

Þessi lexía upprætir mína stöðluðu mynd af t.d. hindúa og til þess er ég hingað kominn, meðal annars.

7 comments:

bergbara said...

Sæll Gunnar minn, vildi bara kasta á þig smá kveðju. Við í Þrastarhöfðanum fylgjumst vel með á síðunni þinni, ótrúlega gaman að lesa ferðasöguna. Þetta er örugglega mikið ævintýri.
kv. Berglind

Anonymous said...

Blessaður nafni, gaman að fylgjast með. Hafðu það gott vinur.
Kv., Hafliði Gunnar.

Gunnar Geir said...

Jibbi!
Takk fyrir ad lesa Berglind og Haflidi.

GGP

Anonymous said...

Og já. Ég er kominn til Udaipur í suður Rajasthan. Það er nú meira hvað ferðalögin í þessu stóra landi eru löng. Það tók t.a.m. 8 tíma að komast hingað þó að á landakorti virðist þetta ekki vera neitt neitt. Að vísu er mikil byggð við aðal vegina hérna og mikil umferð.

Síðustur myndirnar frá Pushkar ættu að vera komnar inn þegar þið lesið þetta.

Anonymous said...

Æðislegar myndirnar sem þú ert að taka Gunni! Greinilega á réttri hillu þarna...
Farðu annars varlega væni minn ;)
kv.Lára H.

Gunnar Geir said...

Takk Lára. Það væri fínt að geta gerst atvinnuferðalangur.

Anonymous said...

World Of Warcraft gold for cheap
wow power leveling,
wow gold,
wow gold,
wow power leveling,
wow power leveling,
world of warcraft power leveling,
world of warcraft power leveling
wow power leveling,
cheap wow gold,
cheap wow gold,
buy wow gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold
buy cheap World Of Warcraft gold i3y6t7uu