Wednesday, January 10, 2007

Agra


Í dag og á morgun verð ég í Agra. Agra er aðallega fræg fyrir eitt af sjö undrum veraldar, Taj Mahal.
Ég mun líklegast fylgja rauðu leiðinni í suð-vestur á kortinu efst á síðunni og fara svo upp meðfram ströndinni í átt að Amritsar við landamæri Pakistan.

Í nótt svaf ég nánast ekkert sökum kulda, dagurinn var hins vegar frábær og ég tók um 130 myndir. Í hótelunum er nánast engin einangrun og engin kynding en ég mun sofa undir þykku teppi í nótt.
Nú er komið að lokun í þessu internetkaffihúsi.

7 comments:

Anonymous said...

Við Mikael höfðum Indverskan mat í tilefni af ferðalaginu þín í gærkvöldi!

Góða skemmtun,
kv ig og Mikael

Gunnar Geir said...

Vona ad thid faid ekki i magann!
(eg hef reyndar sloppid alveg hingad til)
GGP

Anonymous said...

Sæll, Gunnar. Verst að þú ert ekki með bjarnarfeldinn góða með þér til að halda á þér hita. Annars vorum við kennararnir í FÁ að halda því fram að myndin færi vel sem "Séð-og-heyrt piltur" vikunnar.
Kveðja,
Úlfar

Anonymous said...

Hæhæ frændi!
Mikið lýst okkur vel á þetta ferðalag þitt og við hlökkum til að fylgjast með þér
Þínar frænkur,
Lára og Halldóra Kirstín

Anonymous said...

Hæ brósi, ótrúlega flottar myndir, myndu sóma sér vel í National Geographic! Gaman væri að vita hvaða fólk þetta er með þér á myndunum.
Gangi þér nú sem allra best

Anonymous said...

ertu eitthvað á messenger?

Gunnar Geir said...

Úlfar: Sendið hana inn! Annars væri ég tekinn í gegn ef ég hefði bjarnarfeld á mér þar sem ég er í dag, hér er bannað að drekka og bannað að flytja inn eða borða kjöt (samkvæmt lögum svæðisins!).

Lára: Takk fyrir! Verið ávalt velkomnar.
Halldóra: gúgúgí búbb! kyss kyss

Kjartan: Af og til á messenger já en oft hef ég óskað þess að fleiri klukkustundir væru í sólarhringnum til að geta skrifað ferðasöguna betur og gert allt hitt líka.
Vel á minnst með myndirnar, ég henti inn slatta af myndum í gær sem klára Delhi til Agra/Faterpur Sikhri (?).