Wednesday, December 27, 2006

Jólin, jólin


Brátt munu síðustu sentimetrarnir af sjáanlegum rifbeinum hiljast í jólaspiki. Nú er ég tilbúinn í uppköstin á Indlandi. Það virðist vinsælt að taka myndir af fólki á dýrafeldi. Það var vægast sagt undarlegt að sitja fyrir sjálfum sér á myndinni hér að neðan. Mæli með þessu.

Friday, December 15, 2006

Efni í meistara?

Er nýkominn úr útskriftarferð til Liverpool hvar ég setti upp hatt, tók í spaða og hitti vini.
Fyrir áhugasama má sjá athöfnina í myndskeiði (sem betur fer er hægt að spóla fram og aftur) hér. Fyrir áhugasama byrja spaðatök stærðfræðimeistara þegar 50 mínútur og 10 sek eru liðnar af athöfninni.

Í ferðinni þaulprófaði ég líka hvort að nýja Visakortið mitt virki ekki örugglega með því að kaupa hitt og þetta.

Ég kann Ozgur og Alönu hinar beztu þakkir fyrir frábærar móttökur.

Sunday, December 03, 2006

Munið þið eftir Benny Hinn?


Á www.throwawayyourtv.com má meðal annars finna fróðlega heimildarmynd um Benny Hinn þar sem öryggisvörður sem vann/vinnur fyrir hann kemur fyrir, hluti úr bókhaldi Benny Hinn og fólk sem í dag er ólæknað af sjúkdómum sínum eða fötlunum.
Samkvæmt þessari krækju er Benny Hinn að safna fyrir einkaþotu:

Gefum Benny Hinn einkaþotu

Benny Hinn heimildarmynd (um 30 mínútur)


Benny Hinn - grín (um 2 mínútur)

Benny Hinn - frammhald af heimildarmyndinni

Þeir eru óhræddir í umferðinni á Indlandi

Umferðar(ó)menning á Indlandi

Fyrst ég er kominn í vídjó deildina læt ég flakka með tvö af mínum uppáhalds net-vídjóum:

Stutt lýsing á heimsendi

og

Beckham hjónin í viðtali hjá Ali G

Wednesday, November 15, 2006

Bókstafstrúarlög í Pakistan

Fátt af því sem er skrifað á síðunni minni þessa dagana er raunverulegur texti eftir mig. Hér að neðan fylgir frétt úr mbl.is sem er afar grátbrosleg.

Þing Pakistans samþykkir breytingar á lögum um nauðgun og hjúskaparbrot

Þing Pakistans samþykkti í dag að stjórnarfrumvarp um að breyta lögum, sem gilt hafa í landinu um nauðgun og hjúskaparbrot en þau lög byggjast á íslömskum bókstafstrúarlögum.

Gömlu lögin, sem eru 27 ára gömul, gerðu kváðu á um að kona, sem vildi kæra nauðgun, þyrfti að leiða fram fjóra karla sem vitni en ella gæti hún átt yfir höfði sér ákæru fyrir hjúskaparbrot.

Íslamskir bókstafstrúarmenn úr röðum þingmanna tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni um nýja frumvarpið í dag og vöruðu því því, að breytingarnar myndu breyta Pakistan í þjóðfélag þar sem frelsi í kynferðismálum yrði ríkjandi.

Síðasta setningin er best en setning tvö verst.
Í fréttinni kemur ekki fram hvernig lögunum var breytt. Ætli nú sé krafist þriggja karlkyns vitna?
Kanski að menn hafi gengið skrefinu lengra þannig að í dag megi líta á Pakistan sem þjóðfélag þar sem frelsi í kynferðismálum sé ríkjandi.

Jeminn

Sunday, November 05, 2006

Wikitravel punktar

(Uppfært)

Hef skoðað Wikitravel af og til, wikitravel.org, sem er eins konar ókeypis ferðabók á netinu. Hún getur þó ekki komið í stað alvöru ferðabókar þar sem að wikitravel smitast af hlutleysi wikipediu. Eftirfarandi tilvitnun úr "bókinni" um Indland virðist þó ekki vera beinlínis hlutlaus en líklegast eru þetta þá atriði sem er algjör grunnþekking fyrir ferðamann, viðtekin og viðurkennd hegðun í Indlandi:

 • Keep in mind that Indians will consider themselves obliged to go out of the way to fulfill a guest's request and will insist very strongly that it is no inconvenience to do so, even if it is not true. This of course means that there is a reciprocal obligation on you as a guest to take extra care not to be a burden.
 • It is customary to put up a token friendly argument with your host or any other member of the group when paying bills at restaurant or while making purchases. The etiquette for this is somewhat complicated.
 • In a business lunch or dinner, it is usually clear upfront who is supposed to pay, and there is no need to fight. But if you are someone's personal guest and they take you out to a restaurant, you should offer to pay anyway, and you should insist a lot. Sometimes these fights get physical, with each side trying to snatch the bill away from the other, all the time laughing politely. If you don't have experience in these things, chances are, you will lose the fight the first time, but in that case, make sure that you pay the next time. (and try to make sure that there is a next time.) Unless the bill amount is very large do not offer to share it, and only as a second resort after they have refused to let you pay it all.
 • The same rule applies when you are making a purchase. If you are purchasing something for yourself, your hosts might still offer to pay for it if the amount is not very high, and sometimes, even if it is. In this situation, unless the amount is very low, you should never lose the fight. (If the amount is in fact ridiculously low, say less than 10 rupees, then don't insult your hosts by putting up a fight.) Even if by chance you lose the fight to pay the shopkeeper, it is customary to practically thrust (in a nice way, of course) the money into your host's hands.
 • These rules do not apply if the host has made it clear beforehand that it is his or her treat, especially for some specific occasion.
 • It is customary to put up a token friendly argument with your host or any other member of the group when paying bills at restaurant or while making purchases. The etiquette for this is somewhat complicated.
  • In a business lunch or dinner, it is usually clear upfront who is supposed to pay, and there is no need to fight. But if you are someone's personal guest and they take you out to a restaurant, you should offer to pay anyway, and you should insist a lot. Sometimes these fights get physical, with each side trying to snatch the bill away from the other, all the time laughing politely. If you don't have experience in these things, chances are, you will lose the fight the first time, but in that case, make sure that you pay the next time. (and try to make sure that there is a next time.) Unless the bill amount is very large do not offer to share it, and only as a second resort after they have refused to let you pay it all.
  • The same rule applies when you are making a purchase. If you are purchasing something for yourself, your hosts might still offer to pay for it if the amount is not very high, and sometimes, even if it is. In this situation, unless the amount is very low, you should never lose the fight. (If the amount is in fact ridiculously low, say less than 10 rupees, then don't insult your hosts by putting up a fight.) Even if by chance you lose the fight to pay the shopkeeper, it is customary to practically thrust (in a nice way, of course) the money into your host's hands.
  • These rules do not apply if the host has made it clear beforehand that it is his or her treat, especially for some specific occasion.

  Fleiri punktar:
 • Whereas Indian men can be really eager to talk to travellers, women in India often refrain from contact with men. It is an unfortunate fact that if you are a man and you approach a woman in India for even an innocuous purpose like asking for directions, you are putting her on the defensive. It is better to ask a man if available, or be extra respectful if you are asking a woman.
 • It's not disrespectful for a woman to tell a man eager to talk to her that she doesn't want to talk - so if a man's behaviour makes you uncomfortable, say so firmly.

Saturday, October 28, 2006

Um yfirvöld í Nepal

Nepal er eitt fátækasta ríki í heiminum. Frá upphafi ríkisins hefur konungstjórn eða ráðríkar fjölskyldur stjórnað landinu. Frá því 1996 hafa uppreisnarmenn orðið til þess að 12.000 manns hafa týnt lífi og aukið á fátækt landsins.
Núverandi konungur, Gyanendra, erfði krúnuna 2001 eftir að þáverandi krónprins drap foreldra sína og 7 aðra úr konungsfjölskyldunni. Krónprinsinn, Dipendra, var konungur í stuttan tíma áður en hann lést af sárum sínum en hann féll fyrir eigin hendi eftir morðin.
Gyanendra leysti upp þingið í landinu í febrúar 2005 til að taka á uppreisnarvandanum og kosningavandamálum að eigin sögn. Í apríl á þessu ári hætti hann beinum afskiptum af stjórn landsins og í dag ríkir vopnahlé á milli yfirvalda og uppreisnarmanna.
Það verður spennandi að kíkja til Nepal.

NesjavallaleiðDSC_0188, originally uploaded by gunnargeirpetursson.

Er að prófa að birta færslu frá flickr með mynd þaðan. Flickr geymir myndirnar mínar en þangað til í kvöld hef ég verið í vandræðum með að upphlaða myndir hingað (jibbí).

Tónlist

BBC vefurinn er magnaður, bbc.co.uk. Þar má læra tungumál ókeypis, lesa fréttir og fræðast um allt mögulegt í mörgum mismunandi miðlunar formum. Þar má líka finna hvers kyns tónlist sem manni dettur í hug. BBC í samanburði við t.d. yahoo music er sá að BBC býr til þætti sem eru góðir með ríkisstyrkjum, yahoo setur tónlist ríks tónlistarfólks á vefinn sinn.

Munurinn á því að hlusta á BBC og að hlusta á eigin tónlist á t.d. ipoddara er sá að atvinnumaður vinnur við það að finna góða tónlist úr mikið stærra safni og í mörgum þáttum má búast við því að hann finni eitthvað sem ekki heyrist svo oft.

Ég prufa oft jazz tónlist þar en fann núna frábæran þátt, Jazz legends, með blöndu af reggie, jazz og soul. Frábært efni.

http://www.bbc.co.uk/radio3/jazzlegends/pip/9pctc/

Til þess að ég geti sett myndir á vefinn minn þarf ég nýan beini, sem er kominn heim núna. Jibbíkóla.

Nýja síðan mín

Nýtt blog svæði. Ég get ekki kallað mig Liverpoolfara út í rauðan dauðann, þó svo að ég hafi farið þangað. Reyndar fer ég þangað í desember með mömmu til að mæta í útskriftarathöfnina og hitta það frábæra fólk sem ég kynntist þar. Ozgur hefur boðið okkur gistingu nú þegar en hann og kona hans Alana keyptu sér stórt hús fyrir skömmu sem þau vonandi fylla með börnum á komandi árum.
Ég hef mikla trú á google vörum eins og þessu bloggi sem ég er að prófa núna í fyrsta skipti. Við Guðrún Ásta mælum hiklaust með googlemail frípóstinum. Ef þið viljið aðgang þarf einhver googlari að bjóða ykkur, látið mig vita ef þið viljið googlemail/gmail netpóst.