Monday, January 08, 2007

Fleiri myndir

Sem dæmi um það hvað ferð mín er öll óákveðin er greinin um Rajasthan hér neðar en annað dæmi er það að í morgun hringdi ég í afgreiðsluna og bað um auka dag á hótelinu til að hitta skemmtilegt fólk sem ég hitti daginn áður. Þetta fólk var að stórum hluta frá Kashmir og hvatti það mig eindregið til þess að fara þangað með sér. Ég ætla þó að halda mig við Rajasthan a.m.k. núna og legg í hann ef ég finn miða í þessar troðfullu lestir.

Fleiri myndir eru komnar inn a myndasíðuna (My pictures til hægri).

5 comments:

Anonymous said...

Hrikalega er ég ánægð með þessa grein þína Gunnar. Þú slærð umhverfisáróðursmeistara FÁ út í siðaboðskapnum.
Gangi þér vel þarna úti og farðu varlega...

Kær kveðja
Heiða Björk Sturludóttir

Anonymous said...

Heiða mín. Það slær þig enginn út.

Beztu kveðjur
Gunnar Geir

Anonymous said...

:-)

Heiða

Anonymous said...

Ég fylgist áhugasamur með ferðalagi þínu, Gunnar. Fyrir alla
muni farðu...ekki varlega!
Kveðja,
Úlfar

E.s. Ég hélt nú bara í fyrstu að ég hefði ruglast á síðum og dottið inn á umhverfisáróður frá Heiðu :)

Anonymous said...

Já, það er nú það sem ég sakna mest, að fá ekki umhverfispóstana frá Heiðu lengur :)

Annars vona ég að allt þetta flug sem því fylgir að fara til Indlands grafi ekki undan grein minni um of. Það versta sem maður getur víst gert er að fljúga, jafngildi mörg þúsund kílómetra ferðalagi á bíl fyrir hvern farþega.

Das leben ist schwer.