Á Keflavíkurflugvelli bað ég Icelandair um að koma töskunni minni áfram til Jet Airways á Heathrow án minnar milligöngu. Þegar ég lenti á Heathrow átti ég samkvæmt pappírnum að eiga 95 mínútur til að skipta um vél en þar sem Jet Airways hafði engann starfsmann í afgreiðslu tengifluga og þar sem mikil umferð var um Heathrow var ég ekki kominn út að hliði og búinn að útskýra fyrir þeim að enginn var í afgreiðslunni fyrr en 50 mínútum fyrir flug.
Starfsmaður flugvallarins kom þá til mín og spurði mig heimskulegrar spurningar: ,,Við getum skráð þig í flugið en ekki farangurinn þinn. Er það í lagi?”
Í handfarangri hafði ég myndavél og tannbursta, ekkert annað.
Ég skráði mig í flugið og lagði traust mitt á flugfélagið.
Það var undarlegt að koma inn í lúxus airbusþotu sem var þar að auki full af Indverjum. Ég hef sjaldan upplifað mig jafn ,,öðruvísi”, ljóshærði sláninn frá Íslandi. Þjónustuna er ekki hægt að bera saman við íslensk flugfélög. Allir fengu teppi og kodda, gefins tannbursta og tannkrem, matseðil sem innihélt þrjá mismunandi fyrirtaks rétti með forrétt og eftirrétt. Á stólbakinu fyrir framan hvern farþega var skjár sem hægt var að horfa á nánast hvað sem er, úrval Bollywood- og Hollywoodmynda auk gamanþátta, fræðsluefnis og fleira.
Ég fékk sæti við hliðina á örsmárri indverskri konu sem sá engan veginn yfir stólbakið fyrir framan sig og var því öll á iði; hún gægðist yfir stólbakið, stakk hausnum fram á gang, leit til vinstri og hægri og endurtók aftur og aftur. Tengdardóttir hennar kom svo og bað mig um að skipta um sæti svo hún gæti spjallað við hana á leiðinni og ég fékk sæti við hliðina á enskri stúlku sem var leið til Indlands í annað sinn.
,,Slum" í Mombai/Bombay. Ég átti tengiflug þaðan beint til Delhi.
Það hefur tekið mig tíma að venjast sérstökum hreim Indverja og stundum minna samskiptin mig á samskipti indversku konunnar kemur fram í megrunarkúrsatriðum Little Brittain. Yngri kynslóðir kunna oft meiri ensku en þær eldri eins og búast mætti við. Ég rak þó augun í skilti á Mombai flugvelli sem á stóð að ekki mætti taka með sér Martial arts equipment, explosive martial or spilling batteries (except those in wheel chairs). Myndir af rafhlöðum í hjólastólum óskast hér með.
Eftir stutta bið á Mombai flaug ég til Delhi og hafðist lítið við þangað til ég fékk töskuna mína til baka í dag. Ég fór með hana upp á hótelherbergi og þrátt fyrir að vilja liggja í faðmlögum með henni það sem eftir er dags ákvað ég að láta einn koss duga og skrifa hér.
Eina grein hef ég skrifað hér að neðan og eitthvað hef ég skrifað um myndirnar á myndasíðunni sem má finna hér til hægri.
3 comments:
gaman að heyra frá þér, bíð spenntur eftir meiru:)
passaðu þig bara á fílunum, gætu séð þig sem álitlegan maka, ekki vanir útlendingum!
gaman að heyra frá þér, passaðu þig nú á fílunum! sérstaklega því sem að þeir skilja eftir sig:-/
Já væni minn. Ég skal passa mig á fílunum og þeirra afurðum!
Post a Comment