Wednesday, January 03, 2007

Asía

Um 30% lands á jörðinni tilheyrir Asíu og 60% allra manna búa þar (3,8 milljarðar).

Indland er sjöunda stærsta land í heimi. Það þekur um 3,2 milljónir ferkílómetra. Evrópusambandið, með hinum nýju meðlimum Búlgaríu og Rúmeníu, þekur til samanburðar 4,3 milljónir ferkílómetra.

Á Indlandi búa 1,1 milljaður manna og hefur aðeins Kína fleiri íbúa (1,3 milljarða). Indverska ,,fólksfjöldaklukku" má finna hér.
Evrópusambandið ætti þriðja sætið í fólksfjölda ef litið væri á það sem eitt ríki. Í Evrópusambandinu búa 496 milljónir manna.

Þessi mynd hér að neðan fylgir til að gera þessa grein skemmtilegri. Mikael bróðursonur minn.
Fyrir áhugasama má finna fleiri myndir af honum hér.

No comments: