Wednesday, July 16, 2008

Síbería

Ég er staddur í Tomsk í Síberíu. Ég yfirgaf Mongólíu með litlum fyrirvara þann 7. júlí síðastliðinn og hóf þá fyrir alvöru hina miklu lestarferð til Moskvu með 36 klukkustunda ferð til Irkutsk. Krasnoyarsk var næsti viðkomustaður, nú Tomsk og næst er það Yekaterinborg. Vegabréfsáritunin mín gildir til 30. júlí svo ég get ekki stoppað lengi í þessum stöðum.

Ýmislegt hefur á daga mína drifið síðan ég færði mig yfir landamærin og ég á satt að segja í vandræðum með að velja hverju á að segja frá. Á ég að segja frá

-Sex daga ferðalaginu í Mongólíu með bandarísku bræðrunum eða
-Ferðinni í villi-hestaþjóðgarðinn þar sem ég hljóp upp á hól og rakst á tvo villihesta eða kannski
-Pólitíkinni sem ríkti á milli rússnesku stúlknanna sem unnu a gistiheimilinu á Olkhon eyju í Baikal vatni og börðust um hilli ferðalanga, jaa eða
-Rússneska námuverkfræðingnum sem ég deildi klefa með frá Mongólíu til Irkutsk og þáði af soðnar kartöflur og ótæpilegt magn af afskaplega 'hreinum' vodka
-Hvernig er að deila litlu rými (og mat) með slatta af rússum á þriðja farrými í yfir 30 stiga hita þar sem ekki er hægt að opna glugga, kannski ég segi frá því
-Hvernig var að baða sig berrassaður í 8 stiga heitu Baikal vatni með dönsku strákunum fyrir framan áhorfendur eða
-Hve afskaplega efnislítil föt rússneskra kvenna eru og náttúrulegum líkamsvexti (í samanburði við fyrri lönd) eða
-Frá hinum frábæra Boris sem reykti sígarettu fyrir hvern genginn kílómetra í fallegum þjóðgarði í Krasnoyarsk sem hann leiddi okkur í gegnum og þaðan á veitingahús með vinafólki sínu og konu
?

Það er alveg ljóst að ferðalag er ekki það sama og texti á blaði eða vefsíðu, jafnvel þó að myndir fylgji með. Eitthvað hefur verið lítið um skrif á þessari síðu undanfarið, aðalega sökum ferðalags míns til hinnar afskektu Olkhon eyju þar sem gervihnattasambandið var allt að því ónothæft
'spútník, njed'
Í öllu falli getur hver sem er spurt mig út í ofangreind atriði þegar ég kem heim 'rétt eftir' mánaðarmótin.

Eins hefur nánast stanslaus félagsskapur minn við aðra ferðafélaga síðan í enda júní orðið til þess að ég hafi minni nettíma. Það er t.d. ástæðan fyrir því að ég þarf að skrifa þennan texta með hraði til að fara og hitta hinn ástralska ferðafélaga minn 'Wez' og hinn rússneska Constantin sem við hittum í lestinni í nótt. Hann ætlar auk þess að finna túlk hér í Tomsk og vini til að hitta okkur í dag og í kvöld.

Thursday, June 26, 2008

Mongólía og óeirðirnar í Ulaanbaatar

Ég er kominn til höfuðborgar Mongólíu, Ulaanbaatar. Sovétmenn gáfu borginni nafnið sem stundum er skrifað Ulan Bator og þýðir 'rauða hetjan'. Á leið minni norður frá Beijing fór ég með rútu að mongólsku landamærunum og tók svo lest þaðan í áttina að Ulaanbaatar. Í síðustu færslu minntist ég á möguleikann á því að fara úr lestinni í bænum Choir, um 250 km frá Ulaanbaatar. Mongólskur lögfræðingur sagði mér hins vegar í lestinni að stoppað yrði í Choir um miðja nótt eða klukkan 4 um nótt og því leyst mér ekki svo vel á það.
Choir
Um nóttina vildi hins vegar þannig til að ég þurfti að fara á klósettið klukkan hálf fjögur og á endanum safnaði ég kjarki í að pakka saman og hoppa út í myrkrið. Auðvitað yfirgáfu nokkrar hræður lestina á sama tíma sem ég hengdi mig á og fékk til að benda mér á hótel. Úti var nokkuð kalt en á endanum fannst gistiheimili sem var reyndar fullt en ég var settur í herbergi með þremur hrjótandi trukkabílstjórum og svaf þar fram á morgun á dýnu á gólfinu. Konan sem rak gistiheimilið kunni enga ensku og var því frekar óróleg yfir þessu öllu saman. Um morguninn hringdi hún hins vegar í vinkonu sína, enskukennarann í bænum, sem kom á gistiheimilið í þann mund sem ég þurkaði stírurnar úr augunum. Eftir nokkuð fábrotnar samræður kom ég til skila til þessarar indælu konu að ég hafði aðeins ætlað að gista eina nótt og hefði áhuga á að sjá sovéska flugvöllinn í þorpinu. Þá kom hins vegar í ljós að ferðahandbækurnar væru ekki réttar hvað þetta varðar og að ég væri annar túristinn sem félli fyrir þessu á síðasta ári. Flugvöllurinn var í reynd í næsta þorpi, í um 25 km fjarlægð, þar sem enga hótelgistingu eða matsölustaði væri að finna.
Tveir strákar í Choir
Tveir drengir í Choir. Strákurinn til hægri hafði ekki bara sítt hár heldur fléttur í hárinu. Sumir Mongólar trúa því að með því að dulbúa drengi sem stúlkur hafi illir andar minni áhuga á að drepa þá, því meiri skaði hlytist af því að drepa strák.
Þegar á móti blæs getur verið gott að fá sér að borða. Ég skundaði því á veitingahús bæjarins og fékk mér það sem var á boðstólnum þar, lambakjöt. Þannig vildi reyndar til að lambakjöt var nákvæmlega það sem ég borðaði í kvöldmat og hádegisverð daginn áður og varð einmitt það sem ég snæddi á leið minni til Ulaanbaatar seinna um daginn. Þegar þetta er skrifað hef ég eytt um 8 dögum úti á landi í Mongólíu og hef alltaf fengið máltíð þar sem lambakjöt var í aðalhlutverki.
Eftir morgunmatinn tók ég nokkrar myndir af bæjarbúum og bænum sjálfum en tók svo rútu í átt að Ulaanbaatar sem reyndar stoppaði í skamma stund í grennd við flugvöllinn. Það eina sem virtist vera eftir af flugvellinum voru hinsvegar kommúnistablokkir hermannanna því Mongólar hafa fyrir löngu tekið allt heilnæmt af svæðinu, stál og steypuplattana sem mynduðu flugbrautina, eða þannig skildi ég ástandið allavega.
Fyrrverandi íbúðarhúsnæði sovéskra hermanna við flugvöllinn
Ég held áfram að kynnast ótrúlegum samferðalöngum. Í gær kynntist ég mexíkóbúa sem hefur verið að ferðast í 4 ár. Af og til sest hann niður og skrifar barnasögur sem hann hefur komið í sölu í Mexíkó og nýlega Bandaríkjunum. Daginn áður kynntist ég líka þremur katalóníubúum sem höfðu komið hjólandi frá Ulan Ude, sem er síberíumegin við Mongólsku landamærin, til Ulaanbaatar. Héðan ætla þau helst að reyna að komast landleiðina til Indlands sem í dag er svolítið erfitt því þau þurfa nauðsynlega að fara í gegnum Pakistan, Búrma eða Tíbet. Tíbet er og verður lokað fram yfir Ólympíuleikana á meðan vegabréfsáritun fyrir Búrma er háð geðþóttaákvörðunum og loks hefur Pakistan átt í innanlandsvandræðum sem gætu aukist þegar Pervez Musharaf er bolað úr forsetastól.

En mikið er ég ánægður með Mongólíu.
Í Kína og mörgum öðrum löndum virðist túrisminn að miklu leiti ganga út á að skoða minjar óréttlátra valdhafa sögunnar. Í Kína hafa þeir hæst settu aldeilis haft um auðugan garð að gresja í fjölmennu og frjósömu landi. Mongólía er hins vegar bæði fámennt og strjálbýlt land sem hefur að þessum sökum ekki haft bolmagn til að smíða stórfenglegar minjar. Mongólar misstu auk þess nær öll sín búddísku klaustur í stalinísku ofsóknunum 1937-1939 ásamt prestastéttinni.

En hvað er það þá sem Mongólía býður upp á?
Landið,
og ekkert smá land það, ein 14 'Íslönd'.
Kína getur auðveldlega boðið ferðamönnum upp á ósnortið land eins og hin strjálbýla Mongólía en af ýmsum ástæðum hafa lautarferðir ferðamanna fallið í skuggann af afurðum sjálf miðaðra keisara Kína. Þetta þýðir að flestar ferðahandbækur og ferðamannaiðnaður söguminja-ríkra þjóða snýst að miklu leiti um minjarnar og stórborgirnar sem hýsa þær. Þar sem þessu er ekki til að dreifa í Mongólíu, hefur ferðamannaiðnaðurinn hér snúist um ferðalög út á land.

Ísland og Mongólía eiga margt sameiginlegt. Ísland er fámennt og strjálbýlt og hefur því ekki haft bolmagn til að byggja stórfenglega minjar.
Danir höfðu lítinn áhuga á að smíða hér eitthvað stórfenglegt og því miður ekki einu sinni járnbrautakerfi. Allt frá sjálfstæði okkar höfum við ef til vill líka verið heppin með stjórnarfar sem mögulega hefur komið í veg fyrir rugl eins og 76 metra gullstyttu af Davíð Oddssyni á Skólavörðuholti.
Ísland og Mongólía eru bæði mjög háð innflutningi frá nágrannalöndum en eiga þó hráar uppsprettur úr jörðinni. Erlend stórfyrirtæki hafa áhuga á auðæfum landanna beggja við takmarkaðar vinsældir íbúa þeirra. Landslagið sem ég sá í nánast trjálausri mið-Mongólíu var um margt mjög líkt því íslenska. Þar sá ég rautt berg og hóla, helluhraun og mosa, ásamt mjög svipaðri villigrasaflóru, sbr. myndir sem ég hendi inn á myndasíðuna seinna. Lambakjöt og mjólkurafurðir höfum við innbyrt á Íslandi í gegnum aldirnar og aðhilst frekar einfalda matseld og notast við frekar litla hesta, rétt eins og Mongólar.

Gamlar Fréttir
Á sama tíma og ég ræddi við mongólskan leiðsögumann um tilgangsleysi mongólska hersins í fjalladal vestur af Ulaanbaatar fóru hundruðir manna berserksgang í miðborginni. Óeirðirnar komu í kjölfarið af frumniðurstöðum kosninga hér í landi sem féllu núverandi ríkisstjórn í vil. Fimm manns létu lífið, hundruðir særðust og 4000 málverk brunnu inni í þjóðlistasafni borgarinnar. Múgurinn hafði fyrr um daginn mótmælt kosningasvindli í miðborginni en síðar um kvöldið þegar nokkrar vodkaflöskur höfðu verið tæmdar og jarðýta lék lausum hala fyrir utan húsnæði flokksins sem fékk meirihluta atkvæða fór heldur að færast hasar í leikinn. Að lokum voru hurðir húsnæðisins brotnar upp með jarðýtunni og það sem ekki var brennt var stolið úr húsnæðinu. Því miður var þjóðlistasafnið í næsta húsnæði, án þess þó að vera samvaxið flokkshúsnæðinu, og fékk ekki að vera í friði með áðurgreindum afleiðingum. Einn ferðamaður á gistihúsinu mínu hér í bæ var víst í miðju mannhafinu og þurfti að leita sér hjálpar daginn eftir út af reykeitrun. Hann gerðist svo fífldjarfur að fara inn í brennandi húsið til að taka myndir af glæpamönnum í verki, en slapp einhverra hluta vegna. Einn Víetnami var barinn ansi illa fyrir það eitt að líta út eins og Kínverji.

Í miðborg Ulaanbaatar ríkir útgöngubann frá klukkan 10 á kvöldin, þungvopnaðir hermenn og lögreglumenn eru hér við hvert götuhorn, áfengissala er bönnuð og aðeins ríkissjónvarpið hefur leyfi til útsendinga. Ekki er þó útlit fyrir meiri hasar enda sýnist mér að flestir fordæmi skemmdarverkinn harðlega og allt bendir til þess að útgöngubanninu ljúki á morgun. Það sem virðist hafa gert mótmælin jafn öfgafull og raun bar vitni eru hagsmunir Mongóla í pólitísku þrætuepli um einkavæðingu námuvinnsla landsins og þreyta gagnvart spillingu stjórnmálamanna. Á síðustu árum hefur verið mikill uppgangur í námuvinnslu landsins. Hér hafa fundist ýmsir verðmæti málmar eins og t.d. úraníum.

Saturday, June 21, 2008

Lok Kínaferðar

Matmálstímar á ferðalögum mínum eru yfirleitt eins konar hátíðir hjá mér. Ég geri alltaf ráð fyrir því að ég finni mér eitthvað gott að borða og ef mér tekst það ekki verð ég oft fyrir vonbrigðum. Morgunmaturinn er í þessu samhengi ekki bara mikilvægur næringarfræðilega séð - það er eins gott að leggja ekki af stað með skeifu í framan að morgni dags : ( .

Ég ligg á meltunni við sundlaugarbakka í Dali-borg í suð-vestur Kína og sé fram á að geta jafnvel klárað það sem ég á eftir af banana-hafragrautnum sem ég pantaði ásamt perusafa og hrúgu af ávöxtum með jógúrti og múslí. Þetta telst þó varla til afreka sé miðað við allan matinn sem ég át í gærkvöldi! Loftslagið í Yunnan héraði - sem Dali er í - telst nokkuð þægilegra en í Guilin, Guangxi á þessum árstíma, þar sem stór hluti þess er hátt yfir sjávarmáli. Dali er til dæmis í 2000 metra hæð. Ég er þreyttur og brunninn bæði á sál og líkama eftir hjólatúr án sólarvarnar í gær og mikillar samveru við þýska túrista sem fluttu sig yfir til Víetnam nú í morgun. Lífsrúm hefur fengið nýja merkingu fyrir mér.

Stúlka í Xi'an. Talsvert auðveldara er að fá leyfi til að mynda börn en fullorðið fólk hérna.


Bogamaður

Eftir leirmennina í Xi'an og portrait myndatökur flaug ég til Guilin í suður Kína. Þaðan hafði ég ætlað mér að fara til Yangshou sem er mjög vinsæll áfangastaður bakpokalýðs sökum girnilegra pönnukaka og jú, ótrúlegs landslags. Ótrúlegir kalksteinstindar umkringja Yangshou en þá má sjá víðar en þar, t.d. hér í Guilin. Úr ferð minni til Yangshou varð þó ekki því einhverjar mestu rigningar í manna minnum gengu þá yfir suður-Kína. Þúsundir heimila skemmdust þegar ár flæddu yfir bakka sína.' 'Kalktoppar' í Guilin
Rigningarnar höfðu svo sem lítil áhrif á mig, fyrir utan að tefja mig á leið minni af flugvellinum um klukkutíma, og gerðu reyndar hjólaferð mína og Þjóðverjanna í Guilin ansi skemmtilega. Við lentum marg sinnis í því að þurfa að snúa við þegar mittisháir 'pollar' ætluðu engan enda að taka. Í Yangshou var víst svolítil ringulreið í kjölfar rigninganna og því fylgdi ég frekar Þjóðverjunum vestur.


Lögreglan leysir úr umferðahnút á einum aðal'veginum' í Guilin


Þjóðverjarnir

Stundum er ekkert grín að vera ferðamaður. Ég þarf til dæmis að setja mig inn í ótal hluti eins og hvernig á að komast frá A til B eða hvernig á að segja 'Halló'. Þegar ég færi mig yfir til Mongólíu get ég allt eins gleymt öllu því sem ég hef lært í mandarín, þ.e. 'Halló' og 'Takk'. Að segja bless hefur reynst mér og fleirum allt of erfitt og því segi ég bara takk í staðinn. Hingað til hef ég oft sýnt með látbragði mínu hvers ég leita eða hvað mig vanhagar um. Því hefur þjálfun mín í látbragðsspilinu Actionary komið að góðum notum. Því miður eru mótspilarar mínir hér ekki alltaf jafn góðir og gera bara ráð fyrir því að fyrstu sekúndu að þeir munu ekki ná að skilja neina tjáningu af minni hálfu, enda líklegast aldrei spilað Actionary. Þetta getur verið neyðarlegt þegar ég spyr um næsta klósett. Í Actionary er bannað að gefa frá sér hljóð þegar menn leika. Hér er það leyfilegt. Þó að öll mandarískan mín fari væntanlega forgörðum í Mongólíu að þá er hughreystandi að vita til þess að þeir nota kýrilískt letur eins og Rússarnir.

Kínverskt letur

Þegar þessi texti er sleginn inn er ég aftur kominn til Beijing og aðeins rúmur klukkutími í að ég legg í næstum 2 daga ferðalag til Ulan Baatar. Hver veit nema ég hoppi út í Choir, áður en ég kem til Ulan Baatar. Þar búa aðeins um 8000 manns sem væri því talsverð - og mögulega kærkomin tilbreyting frá áfangastöðum mínum hingað til. Hluta af ferðinni neyðist ég til þess að fara í rútu þar sem kindlaberar ólympíuleikanna eru að nota eina lestina á flakki sínu um Kína. Nýlega komu þeir við í Lhasa, Tíbet og var fagnað ákaft af þeim sem höfðu verið valdir til þess. Ferðamenn geta ekki heimsótt Tíbet og aðeins valdir blaðamenn mega það. Einn af þessum völdu blaðamönnum kemur fyrir í myndskeiði Reuters sem fylgir þessari mbl.is frétt.

Ég hef sett inn tvö stutt myndskeið á youtube vefinn minn (sjá krækju hér til hægri), þeim fjölgar vonandi þegar ég finn tölvu sem getur hent þessu á vefinn á stuttum tíma.





Bestu kveðjur,

Gunnar Geir

Monday, June 09, 2008

Eitt og annad

Alloallo


Thvilik hatid sem thad er ad ferdast og vera frjals! Eg held afram ad fiflast i folki eins og eg gerdi i Sudur Asiu. Eg geng inn a veitingastad, sma markad eda verslun med skringilegheit, brosid og kannski myndavel ad vopni og fae folk virkilega til thess ad brosa og jafnvel hlaeja. Thetta hefur ekki verid einkennandi fyrir mina hegdun heima a Islandi en mer finnst eg nu hafa breytt svolitid vidmoti minu gagnvart thjonustufolki almennt. Of oft hef eg gerst sekur um ad lita a samskipti min vid t.d. thjonustufolk sem millibilsastand i vegi minum til ad komast einhvert annad. Madur er manns gaman.


Mynd af mer fyrir utan gamla mosku i Beijing sem tekin var af danskri tveggjadagavinkonu.

I dag atti eg frabaera stund thegar kallinn skellti ser i handsnyrtingu! Ju, handsnyrtingu. Thannig er mal med vexti ad naglabondin min eru thurr og sprungin og fyrir nokkrum arum sidan fekk eg haettulega blodeytrun ut af sykingu i einum fingrinum. I gaer for eg i mitt fyrsta nudd sem eg borga fyrir her i Xi'an thar sem eg er nu staddur. Eftir nokkud notalegt nudd hja nuddkonunni kom onnur kona inn i herbergid og for fljotlega ad gefa til kynna med donalegum hreyfingum ad sitthvad fleira vaeri nu a bodstolnum a stofunni. Thegar nuddinu var lokid var eg nanast kominn i fosturstellinguna til ad verjast agangi kvennanna, eg er og var of kurteis/medvirkur til ad rjuka a dyr.


I dag fannst mer eg ekki thurfa ad hafa ahyggjur af svona logudu thegar eg gekk fram hja somasamlegri bullu i dyrari hluta Xi'an. A skilti stod 'Nails' og eg sa ad inni voru nokkrar ungar stulkur sem eg gaeti fengid til ad fara hja ser vid ad fa undarlegan, karlkyns turista inn til sin. Thegar ein daman byrjadi handsnyrtinguna gaf eg til kynna ad eg vildi engar thjalir og slipanir med latbragdi heldur bara almennilegar og karlmannlegar vidgerdir a naglabondunum. A endanum var for eg i gegnum allan pakkann, thjalir, naglaslipun, thrif, gel, hreinsikrem, olia og bleikt krem JA TAKK! A endanum fekk stulkan vilja sinum framgengt a noglunum minum og eg benti henni meira ad segja a skinn ordu sem maetti vinsamlegast fjarlaegja. Ekki vildi eg nu lita faranlega ut! Oft atti eg nu bagt med mig. Hvad thad eru miklar paelingar bakvid thad a lappa upp a neglur. En eg aetla ekkert ad utiloka ad eg fari i handsnyrtingu aftur a aevinni thetta var gifurlega fyndid og gaman tho thad verdi thad kannski ekki naest. Serstaklega ekki ef eg tharf ad borga meira en 200 kronur fyrir thetta. Eg hlyt ad fa nokkur metro stig fyrir thetta og get eflaust tekid thatt i samraedum kvenna um handsnyrtingar ( vei! ).


Kinversku handsnyrtistelpurnar hofdu audvitad gaman ad thessu ollu saman og reglulega skiptust thaer a flissi. Ahhh....thetta fliss i ungum kinverskum stulkum.... thad er aedislegt! Thad tharf sko ekki mikid til ad lata thaer fara hja ser. Ja eda konurnar! I dag var eg ad taka myndir af graenmeti a graenmetismarkadi sem var raunar bara atylla til ad taka a endanum myndir af einni konunni med graenmeti inn a myndinni. Thetta vard allt saman einn skripaleikur thar sem ein grufdi sig bara skellihlaejandi a medan onnur reyndi ad tosa hana upp i myndatoku en fekk tha bara sjalf a baukinn i myndatokum - sem olli meiri katinu.


Eg verd ad eta hattinn minn hvad vardar efasemdir minar um kinverskan mat en aetla tho ad sleppa thvi. Kinverskur matur er miklu betri en nokkur hattur. Liklegast faum vid svolitid einsleita mynd af matarmenningu framandi landa i gegnum veitingahus a Islandi eda i okkar nagrannalondum. Mer hefur fundist kinverskur matur fara half illa i magan a mer heima en her uti er maginn i topp standi jafnvel thott eg se farinn ad fa mer gotumaltidir fyrir 50 kronur. Liklegast a eg bara erfitt med einhverjar djupsteikingaroliur heima.


Eg er farinn ad elta Kinverjana miklu meira i vali a mat og farinn ad fa betri tilfinningu fyrir verdlaginu. Eg skoda ordid litid hvad ferdahandbokin min maelir med og fer helst a stadi thar sem margir kinverjar sitja ad snaedingi. Eg gerdi thetta fyrst i Bejing med tekkneskri 'dagvinkonu' sem hafdi einmitt fjolda Kinverja ad leidarljosi i vali sinu a veitingahusum. Veitingahusid, sem var afskaplega litid og ohrifalegt, var trodid af havaerum Kinverjum og bord og golf voru thakin mat. Thar sem matsedillinn var a kinversku og stemdi ekki vid neinar thydingar i ordabokunum okkar hringdi vinkonan i vin sinn og spurdi hvernig madur segdi 'eggaldinn' a mandarin. Thad fengum vid a hreint og bentum med handahofi a einn rett a matsedlinum en badum auk thess um 'eggaldin'. Vid vorum audvitad spurd hvernig vid vildum hafa hann eldadann en hofdum engin tok a ad svara spurningunni, ef blessud konan var tha ad spyrja um thad. Nema hvad, vid fengum svona lika snilldarinnar eggaldinn med sma paprikubitum, lett steikt thannig ad ferskleikinn var enn til stadar jafnvel thott allt vaeri bullandi heitt. Sosan himnesk.


Eins og eg sagdi adan er eg i Xi'an i Shaanxi heradi sem er i mid-Kina, um 400 km nord-austur af Chengdu sem enn er lokud fyrir erlendum turistum i kjolfar jardskjalftans. Samkvaemt deyfingarfraedunum sem eg vann ad a Vedurstofunni aetti mesta hrodun jardskjalftabylgnanna ad hafa verid um 100 sinnum minni i Xi'an en Chengdu, enda er allt i godu lagi her. Sa tho myndarlega sprungu i einum vegg gamallar mosku her i borg i dag. En thad hefur nu aldeilis verid hryst upp i folki i Kina i gegnum aldirnar. Her i Shannxi vard mannskaedasti jardskjalfti (M~8) i heimi arid 1556 thegar um 830.000 manns letu lifid. Naest mannskaedasti jardskjalfti (M7.8) i heimi atti ser lika stad i Kina um 140 km austur af Beijing arid 1976 en tha letust um 250.000 manns. Sa thridji i rodinni er svo Sumotru jardskjalftinn 2004 (M~9.2) sem er einn staersti maeldi skjalfti sogunnar. Brotlengd Sumotru skjalftans er aetladur um 1600 km eda rumlega hringvegurinn okkar ad lengd. Breyting a logun jardar af voldum skjalftans vard til thess ad solarhringurinn styttist 'varanlega' um 2.7 mikro sekundur. Tho skal tekid fram ad tunglid lengir solarhringinn um 1.25 mikro sekundur a manudi.

Oreidan setur sitt mark a ferdina. Eg hafdi eingongu upplysingar um Beijing thegar eg lenti thar fyrir um viku sidan, baedi a bladi og vitneskju. Nylega keypti eg mer ferdahandbok sem eg hef gluggad mikid i til ad finna ut ur thvi hvert eg vildi nu eiginlega fara naest eftir Beijing, ef ekki beint til Mongoliu. Eftir svolitlar vangaveltur akvad eg ad fara sudur til Xi'an til ad geta baedi sed Terracotta herinn og farid svo rolega nordur thadan og komid vid a minna turistalegum stodum. I dag fannst mer thad hins vegar taka of litinn tima - ad eg yrdi kominn nordur til Beijing of fljott - og skodadi thvi moguleikann a ad fara i siglingu ad stiflunum thremur i naesta heradi og leist vel a. Hins vegar hofdu fregnir minar af thvi ad sudur-Kina vaeri vinsaelt af ferdalongum, vegna nandar vid natturuna, minnihlutahopa og thorp (ju og kannski hass), gert jardveginn i hausnum minum tilbuinn til ad heyra enn ein medmaelin fra indverskri, fullordinni konu sem settist vid hlid mer thar sem eg sat og readdi midakaup vid afgreidslustulku a farfuglaheimilinu. Um halftima sidar hafdi eg skipt um skodun og keypt flugmida til Guiling i Gunagxi heradi. Thetta herad a landamaeri ad Vietnam svo a morgun verd eg kominn i hinn enda landsins sem eg byrjadi i.

Myndir fra Beijing hluta ferdarinnar eru allar komnar inn a flickr.

Hugheilar kvedjur,
Gunnar Geir


P.S.
Athyglisverd grein a BBC:


Fyrir tha sem hafa ahuga ad sja myndirnar minar STAERRI ad tha maeli eg med thvi ad their skrai sig a flickr.com. Til thess ma nota nuverandi yahoo adgang ef til er. Their sem eru skradir inn a flickr eda yahoo geta smellt a 'All Sizes' fyrir ofan mynd sem their vilja sja staerri og vollah!

Wednesday, June 04, 2008

Beijing

Halló allir!

Ég hef haft margt fyrir stafni í Beijing síðan ég kom hingað. Það er varla hægt að tala um frí því ég er yfirleitt uppgefinn á kvöldin. Ég sef í herbergi með 5 öðrum túristum á vinsælu farfuglaheimili og hef því haft tækifæri til að kynnast áhugaverðu fólki. Í dag kynntist ég tékkneskri stúlku sem er á sömu leið og ég, þ.e. norður, en reyndar ætla ég fyrst suður á bóginn svona rétt til þess að gera ferðina norður aðeins lengri, meira um það seinna. Ein ítölsk stúlka hafði aldeilis áhugaverða ferðaáætlun: Hún ætlaði að fylgja silkiveginum vestur án þess að koma við í Pakistan.




Í mars á þessu ári varð túrisminn í Pakistan fyrir miklu áfalli þegar sprengju var hent inn á ítalskt veitingahús. Líklegast beindist árásin gegn nokkrum FBI mönnum sem sátu þar að snæðingi. Ein tyrknesk kona dó en 12 aðrir særðust. Þegar ég var í Pakistan heyrði ég því fleygt að það hafi enginn útlendingur verið drepinn í landinu af hryðjuverkamönnum síðan gyðings ljósmyndari elti uppi uppreisnarmenn í Balochistan árið 2001 með áðurgreindum afleiðingum.



Með því að sneiða hjá Pakistan á leið sinni vestur þarf blessuð konan og hópurinn sem hún fer með að fara í gegnum mörg miðasíulönd. Í febrúar á þessu ári byrjaði hópurinn að sækja um vegabréfsáritanir í Kyrgistan, Uzbekistan, Túrkmenistan og Íran. Slíkt ævintýri felur í sér að senda vegabréfið sitt úr landi í ein 4 skipti. Ég var heppinn að Rússland og Kína hafa sendiráð á Íslandi.

Ég hef á tímum verið klassískur túristi hérna í Beijing. Ég hef séð fánaathöfnina á torgi hins himneska friðar, skoðað forboðnu borgina, gengið 10 km leið á múrnum mikla, skoðað sumarhöll keisaranna og himneska hofið. Ég verð að segja að allur þessi arkitektúr fer að verða hálf þreytandi þó hann sé auðvitað magnaður. Múrinn mikli var reyndar sér á báti.



Við lögðum af stað frá farfuglaheimilinu klukkan 6 um morguninn og vorum komin á múrinn rúmlega 10. Við tók löng og ströng ganga í um 40 stiga hita. Sem betur fer er svolítil gola í þeirri hæð sem múrinn er. Það var merkilegt að sjá hvernig múrinn var uppi á öllum hæstu hólum/fjöllum sem sáust í fjarskanum og það var kærkomið að geta aðeins spókað sig í náttúrunni þó að með náttúrunni eigi ég við stærsta mannvirki heims : )

Á kvöldi annars dags í Beijing gekk ég um og skoðaði kolkrabba- og skordýraspjót í skyndibitastræti miðbæjarins með kókoshnetu í hendi. Ég var með rauða nepalska hattinn minn og í skær græna bananabolnum mínum og fíflaðist í sölustúlkum sem reyndu að draga mig inn í búðirnar, bókstaflega. Þá kemur til mín kínversk stúlka sem talaði ágæta ensku og spurði mig furðu lostin hvers vegna ég væri að draga sölufólkið út úr búðunum sínum. Eftir nokkurt spjall settumst við inn á veitingahús og héldum áfram að spjalla og úr varð að hún fylgdi mér í forboðnu borgina næsta dag og fræddi mig um staðinn. Mér fannst ég heppinn að hafa kynnst Kínverja sem talar ensku - hún hafði lokið B.A. gráðu í ensku - og notaði tækifærið til að spyrja hana alls konar erfiðra spurninga.

Umræðurnar spunnust t.d. um minnihlutahópa Kína, sem hún taldi heimskari en Han Kínverja sem telja 95% af þjóðinni. Karlar eiga vist ad vera gafadari en konur samkvaemt henni og besta daemid um thad atti ad vera kynjahlutfoll karla i visindum og taeknigreinum. Eg reyndi nu ad koma skodunum minum a framfaeri um thetta, t.d. breytingu kynjahlutfalla i thessum greinum i vesturlondum og einnig ad ordid 'intelligent' vildi eg ekki beita a haefileika mannsins til ad leysa rokfraedilegar thrautir a bladi.

Típetar fannst henni vera brjálaðir og auk þess, sem þarf svo sem ekki að koma á óvart, að Taiwan og Típet eigi að tilheyra Kína. Einhvernvegin missti ég út úr mér að Mao hafi verið ruglaður......en því var hún aldeilis ekki sammála. Líklegast gerði karlinn margt gott, eitthvað þurfti nú til að hrista upp í keisaraliðinu í landinu, eitthvað róttækt. Eg geri ekki mikid af thvi ad tala vel um thessa indaelis kinversku vinkonu en thad skal tekid fram ad hun var ekki ad troda thessum skodunum upp a mig heldur ad reyna ad njota samraedanna vid mig (vonandi tokst thad ad einhverju leiti!). Thessi vidhorf eru liklegast ekki heldur einsdaemi i Kina eda almennt sed i throunarlondum.

Ég spurði hvort einhver kynfræðsla færi fram í kínverska skólakerfinu og þegar hún neitaði því sagði ég hálf hikandi frá því hvernig einn kennarinn okkar í Mosfellsbæ sýndi hvernig ætti að nota smokkinn í verki á risastórum banana. Þessi umræða og aðrar persónulegar spurningar voru sýnilega óþægilegar fyrir blessaða stúlkuna. Í okkar síðustu samræðum var hún þó farin að þora að sýna forvitni sýna fyrir t.d. samkynhneigðum og hinum og þessum kynferðismálum með spurningum sem ég átti erfitt með að svara óbrosandi. Kannski hitti ég hana einhverntíma aftur hérna í Beijing en eitt og annað fannst mér benda til þess að hún hefði hug á því að flytja frá Kína og gaeti sed mig sem mogulegan lykil i tha att.


Hugheilar kveðjur,

Gunnar Geir

Tuesday, June 03, 2008

Allt í fína!

Jæja, þá er ég kominn til Kína.

Allt hefur gengið vel miðað við aðstæður hingað til. Eitthvað virðast þó kínversk stjórnvöld hafa gert mér grikk í tengslum við bloggsíðuna. Ég get skrifað inn færslur, líklega vegna þess að ég geri það á léninu blogger.com, en get ekki skoðað afraksturinn á blogspot.com.
Við sjáum hvað setur.

mmmm bananarnir hérna eru litlir og safaríkir....

Eftir ríflega þriggja tíma svefn á leiðinni til Þýskalands tók við 12 tíma 'bið' eftir fluginu til Kína. Frá klukkan 6 um morguninn til 10 gekk ég um götur Dusseldorf í blíðskaparveðri eins og uppvakningur. Þegar ég var vakinn í einum sporvagni borgarinnar fékk ég hugljómun - KAFFI ! Fólk drekkur víst kaffi þegar það er þreytt. Ég fann næsta kaffihús og hugðist slá tvær flugur í einu höggi með stærðarinnar ískaffi. Hálfum lítra síðar sá ég svo að kaffið var í raun koffínlaust og hafði þá ómögulega lyst á meiru. Á leið minni á flugvöllinn sofnaði ég aftur en sem betur fer vakti indæl kona mig á flugvallarstoppinu og kom þannig í veg fyrir óvissuferð til Dortmund.

Ég flaug með AirBerlin bæði til Dusseldorf og til Beijing. Í fyrri vélinni voru 2 sæti fyrir hvern farþega en 4 sæti í Airbus vélinni til Beijing. Ég svaf í fjórum sætum nánast alla leiðina. Einhverntíma leit ég aftur fyrir mig og sá 3 farþegar á 80 sæta akri. Mæli með þessu !!

Ég er að safna kröftum á ágætis farfuglaheimili hérna í Peking. Ég þarf á þeim að halda til að skoða allar myndavélabúðirnar hér í næsta nágrenni. Skrifa svo aftur þegar ég hef eitthvað merkilegt að segja.

Kínverjar eru indælir !!! (smá fordómar)

Saturday, May 10, 2008

Í upphafi ferðar...

Þann 2. júní næstkomandi á ég bókað flug til Beijing - aðra leið. Í ferðalagi mínu í Suður-Asíu í fyrra gat ég ómögulega fengið sjálfan mig til þess að skipuleggja ferðina mína upp á dag og eitthvað lítur út fyrir að ég verði jafn óskipulagður í þessari ferð. Ávinningurinn af skipulagsleysi, eins og ég upplifi hann, er frelsi til þess að vera lengur þar sem mér lýst vel á stað, stund eða fólk sem ég kynnist. Ókosturinn er meiri kostnaður við samgöngur.

Næsta haust flyt ég til vesturstrandar Kanada, nánar tiltekið Vancouver í Bresku Kólumbíu. Þar ætla ég að demba mér í frammhaldsnám í heimfærðri stærðfræði og þarf ég að mæta í skólann 2. september. Þar sem leit að góðu leiguhúsnæði gerist ekki að sjálfu sér, þarf ég á einhverjum tímapunkti að setjast niður og fínkemba þessa tveggja milljón manna borg eftir góðu húsnæði. Þetta gæti sett ferðalaginu einhverjar skorður.

Ég hef 20 daga vegabréfsáritun í Kína, sem þýðir að ég verð að hypja mig yfir til Mongólíu í seinni hluta Júní.

Mongólía
Til að byrja með, þarf kannski að taka fram að Innri Mongólía er hérað í Kína á meðan Mongólía er sjálfstætt ríki fyrir norðan Kína og sunnan Síberíu. Mongólía telst vera strjálbýlasta sjálfstæða ríkið í heiminum með um 1.7 íbúa á hverjum ferkílómetra. Á Íslandi búa næstum því tvisvar sinnum fleiri á hverjum ferkílómetra eða 3 á hvern ferkílómetra (eins og í Síberíu). Í Mongólíu búa aðeins 2.9 milljónir manna á landsvæði sem myndi þekja ein 14 "Íslönd". Til samanburðar réðu Mongólar árið 1279 yfir stærsta samfellda landssvæðinu í sögu mannkyns, eða 33 milljónum ferkílómetra (Sovétríkin þöktu um 22 millj. ferkílómetra til samanburðar).

Það má segja að ég sé að fara öfganna á milli með því að velja Mongólíu sem þungamiðju nú, eftir að hafa heimsótt eitt þéttbýlasta land í heimi í fyrra, Indland.

Í Mongólíu vonast ég til þess að geta notið víðáttu landsins, skelt mér á bak mongólska hestsins og ímyndað mér að ég sé Genghis Khan.....áður en hann varð blóðþyrstur vitfirringur...... og vonandi rekist á einn eða tvo Mongóla til að spjalla við. Tungumálaörðugleikar verða sjálfsagt einhverjir því algengara er að Mongóli kunni rússnesku en ensku.

Í framandi landi finnast fyrirbæri sem geta verið fávísum gesti hættuleg. Heyrst hefur að ég hljóti nú að vera öruggari á þeim svæðum sem ég stefni á núna, fyrir utan kannski Síberíu, sem ég heimsæki mögulega í þessari ferð. Nokkuð ljóst er að hryðjuverkaógnin hefur skapað splunknýjar víddir í heilabúi okkar til að öðlast ótta á framandi stöðum sem og stöðum í okkar nánasta umhverfi. Reyndar er ótti ekki eingöngu bundinn við staði, heldur aðstæður, fólk, dýr og sláttuvélar.

Þegar ég lít til baka og hugsa um þau augnablik sem mögulega voru hættuleg í Indlandi, Pakistan og Nepal, er alveg ljóst í mínum huga að götuhundar fannst mér líklegastir til að bíta mig og smita, og verða til þess að ég félli, með lafandi tungu, á fjóra fætur og aðstoðaði aðra hunda í æði þeirra til að bíta túrista. Það kemur í ljós að fleiri létust í fyrra af völdum hundaæðis en í hriðjuverkaárásum, 55.000 á móti 28.000. Í Indlandi ríkir einmitt mesta æðið.
Carcase
Götuhundar gæða sér á kúahræi fyrir utan Sewa Ashramið í Delhi.

Margar nætur átti ég erfitt með svefn út af rifrildum á milli hundagengja í Indlandi. Ekki hefði mér þótt verra ef hundar þessir sæu sóma sinn í að ræða þessi mál eins og menn, og þá helst að degi til. Flestir túristar sem ég hitti voru ekki jafn hræddir og ég við að ganga óupplýstar götur í niðamirkri þar sem ég vissi að hundar héldu sig. Hundar þessir voru látnir sofa á götunni, og samkvæmt skilgreiningu voru þeir því götuhundar og í mínum huga smitaðir af hundaæði.

Reyndar hef ég það sterklega á tilfinningunni að hundur sem smitaður er af hundaæði sé ekki hæfur til þess að eiga eðlileg samskipti (voff ,voff) við heilbrigða hunda, hvað þá að taka þátt í þeirri slungnu pólitík sem verndun og viðhald pissusvæða er. Að öllum líkindum voru háværustu hundarnir sem eltu mig og geltu aðeins að hafa áhyggjur af styrk þvagefnis í andrúmsloftinu og mögulega að ögra þeim sem þeir fundu að var hræddur við þá eða of fífldjarfur að horfa í augu þeirra í gegnum linsu. Eðlismunur var á flótta túristans sem datt á rassinn eða leitaði aðstoðar hjá börnum en hjá blessuðum beljunum sem mjökuðu sér í miklu æðruleysi yfir á þvagminni stað. Ekki stingur maður hund af á hlaupum, það vissu kýrnar.
Smellið á myndina til að lesa um atburðarrásina.