Saturday, October 28, 2006

Nýja síðan mín

Nýtt blog svæði. Ég get ekki kallað mig Liverpoolfara út í rauðan dauðann, þó svo að ég hafi farið þangað. Reyndar fer ég þangað í desember með mömmu til að mæta í útskriftarathöfnina og hitta það frábæra fólk sem ég kynntist þar. Ozgur hefur boðið okkur gistingu nú þegar en hann og kona hans Alana keyptu sér stórt hús fyrir skömmu sem þau vonandi fylla með börnum á komandi árum.
Ég hef mikla trú á google vörum eins og þessu bloggi sem ég er að prófa núna í fyrsta skipti. Við Guðrún Ásta mælum hiklaust með googlemail frípóstinum. Ef þið viljið aðgang þarf einhver googlari að bjóða ykkur, látið mig vita ef þið viljið googlemail/gmail netpóst.

No comments: