BBC vefurinn er magnaður, bbc.co.uk. Þar má læra tungumál ókeypis, lesa fréttir og fræðast um allt mögulegt í mörgum mismunandi miðlunar formum. Þar má líka finna hvers kyns tónlist sem manni dettur í hug. BBC í samanburði við t.d. yahoo music er sá að BBC býr til þætti sem eru góðir með ríkisstyrkjum, yahoo setur tónlist ríks tónlistarfólks á vefinn sinn.
Munurinn á því að hlusta á BBC og að hlusta á eigin tónlist á t.d. ipoddara er sá að atvinnumaður vinnur við það að finna góða tónlist úr mikið stærra safni og í mörgum þáttum má búast við því að hann finni eitthvað sem ekki heyrist svo oft.
Ég prufa oft jazz tónlist þar en fann núna frábæran þátt, Jazz legends, með blöndu af reggie, jazz og soul. Frábært efni.
http://www.bbc.co.uk/radio3/jazzlegends/pip/9pctc/
Til þess að ég geti sett myndir á vefinn minn þarf ég nýan beini, sem er kominn heim núna. Jibbíkóla.
No comments:
Post a Comment