Saturday, October 28, 2006

Um yfirvöld í Nepal

Nepal er eitt fátækasta ríki í heiminum. Frá upphafi ríkisins hefur konungstjórn eða ráðríkar fjölskyldur stjórnað landinu. Frá því 1996 hafa uppreisnarmenn orðið til þess að 12.000 manns hafa týnt lífi og aukið á fátækt landsins.
Núverandi konungur, Gyanendra, erfði krúnuna 2001 eftir að þáverandi krónprins drap foreldra sína og 7 aðra úr konungsfjölskyldunni. Krónprinsinn, Dipendra, var konungur í stuttan tíma áður en hann lést af sárum sínum en hann féll fyrir eigin hendi eftir morðin.
Gyanendra leysti upp þingið í landinu í febrúar 2005 til að taka á uppreisnarvandanum og kosningavandamálum að eigin sögn. Í apríl á þessu ári hætti hann beinum afskiptum af stjórn landsins og í dag ríkir vopnahlé á milli yfirvalda og uppreisnarmanna.
Það verður spennandi að kíkja til Nepal.

2 comments:

Anonymous said...

I am Glad i ran across this blog.Added gunnargeir.blogspot.com to my bookmark!

Anonymous said...

I am Glad i ran across this website.Added gunnargeir.blogspot.com to my bookmark!