Friday, December 15, 2006

Efni í meistara?

Er nýkominn úr útskriftarferð til Liverpool hvar ég setti upp hatt, tók í spaða og hitti vini.
Fyrir áhugasama má sjá athöfnina í myndskeiði (sem betur fer er hægt að spóla fram og aftur) hér. Fyrir áhugasama byrja spaðatök stærðfræðimeistara þegar 50 mínútur og 10 sek eru liðnar af athöfninni.

Í ferðinni þaulprófaði ég líka hvort að nýja Visakortið mitt virki ekki örugglega með því að kaupa hitt og þetta.

Ég kann Ozgur og Alönu hinar beztu þakkir fyrir frábærar móttökur.

4 comments:

Anonymous said...

Gott betur en efni í Meistara! Glæsilegur ;)

Anonymous said...

Innilega til hamingju Gunnar minn. Hatturinn fer þér vel :o). Berglind Bára

Anonymous said...

Til hamingju með þetta kallinn minn!

Gunnar Geir said...

Takk fyrir elskulegu kvinnur.