Wednesday, June 04, 2008

Beijing

Halló allir!

Ég hef haft margt fyrir stafni í Beijing síðan ég kom hingað. Það er varla hægt að tala um frí því ég er yfirleitt uppgefinn á kvöldin. Ég sef í herbergi með 5 öðrum túristum á vinsælu farfuglaheimili og hef því haft tækifæri til að kynnast áhugaverðu fólki. Í dag kynntist ég tékkneskri stúlku sem er á sömu leið og ég, þ.e. norður, en reyndar ætla ég fyrst suður á bóginn svona rétt til þess að gera ferðina norður aðeins lengri, meira um það seinna. Ein ítölsk stúlka hafði aldeilis áhugaverða ferðaáætlun: Hún ætlaði að fylgja silkiveginum vestur án þess að koma við í Pakistan.




Í mars á þessu ári varð túrisminn í Pakistan fyrir miklu áfalli þegar sprengju var hent inn á ítalskt veitingahús. Líklegast beindist árásin gegn nokkrum FBI mönnum sem sátu þar að snæðingi. Ein tyrknesk kona dó en 12 aðrir særðust. Þegar ég var í Pakistan heyrði ég því fleygt að það hafi enginn útlendingur verið drepinn í landinu af hryðjuverkamönnum síðan gyðings ljósmyndari elti uppi uppreisnarmenn í Balochistan árið 2001 með áðurgreindum afleiðingum.



Með því að sneiða hjá Pakistan á leið sinni vestur þarf blessuð konan og hópurinn sem hún fer með að fara í gegnum mörg miðasíulönd. Í febrúar á þessu ári byrjaði hópurinn að sækja um vegabréfsáritanir í Kyrgistan, Uzbekistan, Túrkmenistan og Íran. Slíkt ævintýri felur í sér að senda vegabréfið sitt úr landi í ein 4 skipti. Ég var heppinn að Rússland og Kína hafa sendiráð á Íslandi.

Ég hef á tímum verið klassískur túristi hérna í Beijing. Ég hef séð fánaathöfnina á torgi hins himneska friðar, skoðað forboðnu borgina, gengið 10 km leið á múrnum mikla, skoðað sumarhöll keisaranna og himneska hofið. Ég verð að segja að allur þessi arkitektúr fer að verða hálf þreytandi þó hann sé auðvitað magnaður. Múrinn mikli var reyndar sér á báti.



Við lögðum af stað frá farfuglaheimilinu klukkan 6 um morguninn og vorum komin á múrinn rúmlega 10. Við tók löng og ströng ganga í um 40 stiga hita. Sem betur fer er svolítil gola í þeirri hæð sem múrinn er. Það var merkilegt að sjá hvernig múrinn var uppi á öllum hæstu hólum/fjöllum sem sáust í fjarskanum og það var kærkomið að geta aðeins spókað sig í náttúrunni þó að með náttúrunni eigi ég við stærsta mannvirki heims : )

Á kvöldi annars dags í Beijing gekk ég um og skoðaði kolkrabba- og skordýraspjót í skyndibitastræti miðbæjarins með kókoshnetu í hendi. Ég var með rauða nepalska hattinn minn og í skær græna bananabolnum mínum og fíflaðist í sölustúlkum sem reyndu að draga mig inn í búðirnar, bókstaflega. Þá kemur til mín kínversk stúlka sem talaði ágæta ensku og spurði mig furðu lostin hvers vegna ég væri að draga sölufólkið út úr búðunum sínum. Eftir nokkurt spjall settumst við inn á veitingahús og héldum áfram að spjalla og úr varð að hún fylgdi mér í forboðnu borgina næsta dag og fræddi mig um staðinn. Mér fannst ég heppinn að hafa kynnst Kínverja sem talar ensku - hún hafði lokið B.A. gráðu í ensku - og notaði tækifærið til að spyrja hana alls konar erfiðra spurninga.

Umræðurnar spunnust t.d. um minnihlutahópa Kína, sem hún taldi heimskari en Han Kínverja sem telja 95% af þjóðinni. Karlar eiga vist ad vera gafadari en konur samkvaemt henni og besta daemid um thad atti ad vera kynjahlutfoll karla i visindum og taeknigreinum. Eg reyndi nu ad koma skodunum minum a framfaeri um thetta, t.d. breytingu kynjahlutfalla i thessum greinum i vesturlondum og einnig ad ordid 'intelligent' vildi eg ekki beita a haefileika mannsins til ad leysa rokfraedilegar thrautir a bladi.

Típetar fannst henni vera brjálaðir og auk þess, sem þarf svo sem ekki að koma á óvart, að Taiwan og Típet eigi að tilheyra Kína. Einhvernvegin missti ég út úr mér að Mao hafi verið ruglaður......en því var hún aldeilis ekki sammála. Líklegast gerði karlinn margt gott, eitthvað þurfti nú til að hrista upp í keisaraliðinu í landinu, eitthvað róttækt. Eg geri ekki mikid af thvi ad tala vel um thessa indaelis kinversku vinkonu en thad skal tekid fram ad hun var ekki ad troda thessum skodunum upp a mig heldur ad reyna ad njota samraedanna vid mig (vonandi tokst thad ad einhverju leiti!). Thessi vidhorf eru liklegast ekki heldur einsdaemi i Kina eda almennt sed i throunarlondum.

Ég spurði hvort einhver kynfræðsla færi fram í kínverska skólakerfinu og þegar hún neitaði því sagði ég hálf hikandi frá því hvernig einn kennarinn okkar í Mosfellsbæ sýndi hvernig ætti að nota smokkinn í verki á risastórum banana. Þessi umræða og aðrar persónulegar spurningar voru sýnilega óþægilegar fyrir blessaða stúlkuna. Í okkar síðustu samræðum var hún þó farin að þora að sýna forvitni sýna fyrir t.d. samkynhneigðum og hinum og þessum kynferðismálum með spurningum sem ég átti erfitt með að svara óbrosandi. Kannski hitti ég hana einhverntíma aftur hérna í Beijing en eitt og annað fannst mér benda til þess að hún hefði hug á því að flytja frá Kína og gaeti sed mig sem mogulegan lykil i tha att.


Hugheilar kveðjur,

Gunnar Geir

4 comments:

Anonymous said...

Jæja,
bara strax farinn að valda usla!

Gunnar Geir said...

Hehe,
thad ma nu segja. Eg var a maeta a farfuglaheimili til ad skoda internetkost herna og var skutlad af thrihjola-rafmagns-leigara. Fyrir ferdina hafdi eg samid um verd asamt thridja adila vid skapstoran bilstjorann sem gerdi allt vitlaust herna i anddyrinu. Eg settist bara nidur og hlustadi a hann rifast vid starfsfolkid. Thetta var ekkert nytt i reynslubankann minn, eg vard a endanum alveg slakur i thessum 'usla'.

Anonymous said...

Banani. HEHEHEH. Hef ekki getað borðað banana síðan án þess að tengja við typpi.... Skemmtilegt!
Kv
Gunni

Gunnar Geir said...

Eins og sja ma get eg commentad a siduna og reyndar hef eg undanfarid getad skodad hana an vandraeda. Mer skilst ad i gegnum internet fyrirtaeki sem tengist stjornvoldum sterkum bondum se ekki haegt ad skoda blogspot.

B.Kv.
GGP