Jæja, þá er ég kominn til Kína.
Allt hefur gengið vel miðað við aðstæður hingað til. Eitthvað virðast þó kínversk stjórnvöld hafa gert mér grikk í tengslum við bloggsíðuna. Ég get skrifað inn færslur, líklega vegna þess að ég geri það á léninu blogger.com, en get ekki skoðað afraksturinn á blogspot.com.
Við sjáum hvað setur.
mmmm bananarnir hérna eru litlir og safaríkir....
Eftir ríflega þriggja tíma svefn á leiðinni til Þýskalands tók við 12 tíma 'bið' eftir fluginu til Kína. Frá klukkan 6 um morguninn til 10 gekk ég um götur Dusseldorf í blíðskaparveðri eins og uppvakningur. Þegar ég var vakinn í einum sporvagni borgarinnar fékk ég hugljómun - KAFFI ! Fólk drekkur víst kaffi þegar það er þreytt. Ég fann næsta kaffihús og hugðist slá tvær flugur í einu höggi með stærðarinnar ískaffi. Hálfum lítra síðar sá ég svo að kaffið var í raun koffínlaust og hafði þá ómögulega lyst á meiru. Á leið minni á flugvöllinn sofnaði ég aftur en sem betur fer vakti indæl kona mig á flugvallarstoppinu og kom þannig í veg fyrir óvissuferð til Dortmund.
Ég flaug með AirBerlin bæði til Dusseldorf og til Beijing. Í fyrri vélinni voru 2 sæti fyrir hvern farþega en 4 sæti í Airbus vélinni til Beijing. Ég svaf í fjórum sætum nánast alla leiðina. Einhverntíma leit ég aftur fyrir mig og sá 3 farþegar á 80 sæta akri. Mæli með þessu !!
Ég er að safna kröftum á ágætis farfuglaheimili hérna í Peking. Ég þarf á þeim að halda til að skoða allar myndavélabúðirnar hér í næsta nágrenni. Skrifa svo aftur þegar ég hef eitthvað merkilegt að segja.
Kínverjar eru indælir !!! (smá fordómar)
Tuesday, June 03, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment