Núverandi konungur, Gyanendra, erfði krúnuna 2001 eftir að þáverandi krónprins drap foreldra sína og 7 aðra úr konungsfjölskyldunni. Krónprinsinn, Dipendra, var konungur í stuttan tíma áður en hann lést af sárum sínum en hann féll fyrir eigin hendi eftir morðin.
Gyanendra leysti upp þingið í landinu í febrúar 2005 til að taka á uppreisnarvandanum og kosningavandamálum að eigin sögn. Í apríl á þessu ári hætti hann beinum afskiptum af stjórn landsins og í dag ríkir vopnahlé á milli yfirvalda og uppreisnarmanna.
Það verður spennandi að kíkja til Nepal.