Ég var að koma úr afmæli þriggja ára nepalskrar stúlku. Hún er dóttir leiðsögumannsins sem fylgdi mér upp og niður Langtang dalinn. Langtang dalurinn er einn af þremur vinsælustu göngusvæðum túrista í Nepal. Annað frægt göngusvæði er Evrestsvæðið en Nepal hefur að geyma 8 af 10 hæstu tindum heimsins - algjör einokun.
Í göngunni miklu, sem þó telst fremur stutt miðað við ferðir sumra göngugarpa hér, ætlaði ég mér að komast upp í a.m.k. helming hæðar Everest tinds eða um 4400 metra hæð. Strandbæjarpésinn hann ég dreif þó ekki upp í nema 4000 metra hæð og var þá kominn með stífann höfuðverk. Ég vildi ekki taka hæðarlyfin sem ég hafði meðferðist frá Íslandi né heldur verkjalyf sem mér stóðu til boða og því gekk ég með höfuðverk til baka daginn eftir. Hæðarlyf á reyndar ekki að nota til að fara hærra og á helst ekki að nota til að sleppa því að fara niður - þau eru því yfirleitt gagnslaus.
Í Langtang dalnum gisti ég á fjórum mismunandi stöðum; í 1500 metra hæð, því næst 2420 metra hæð, svo 3400 metra hæð og loks 3750 metra hæð. Hæsta gistiplássið í dalnum var sem sagt í 3750 metra hæð og þar fór ég að finna fyrir höfuðverk eftir nokkurra tíma viðveru. Ég náði þó að ganga upp á lítinn hrygg sem virðist klemmdur milli tveggja skriðjökla á veturna. Eitt af stærstu vandamálum heimsins varðandi gróðurhúsaáhrif er rýrnun jöklanna sem sjá Suður-Asíubúum fyrir vatni. Skriðjöklarnir sem ég sá virtust sannarlega vera á undanhaldi (myndir verða settar inn seinna).
Til að komast í grennd við Langtang dalinn tók ég 10-tíma rútu sem hossaðist hálfa leið á malbiki en hoppaði restina á afleitum vegum. Ferðin var óvenju skemmtileg. Ég átti m.a. góðar stundir uppi á þaki rútunnar með tveimur geitum (myndbrot verður birt á youtube á næstu tveimur vikum).
Ég lét nægja að ganga upp nokkrar tröppur í hóteli daginn sem ég tók rútuna. Samkvæmt skipulaginu átti gangan mikla að hefjast daginn eftir. Ég reyndi því hvað ég gat að safna kröftum fyrir fyrsta og erfiðasta daginn, nema hvað, hundur hélt fyrir mér vöku og í þokkabót vaknaði ég með túrista-magapest og gat því ekkert borðað um morguninn.
Leiðsögumaðurinn minn kæri, Raj, hughreysti mig með því að í næsta gistihús væri aðeins eins og hálfs klukkustunda ganga og því gekk ég af stað. Um 10 kílómetrum og fáeinum magauppreisnum seinna auk þúsund metrum hærra og nokkrum gistihúsum lengra komst ég á áfangastað fyrsta dagsins. Ég hafði þá gengið í um 6 klukkustundir upp og niður hæðir á tómum tanki og var gjörsamlega úrvinda á leiðarenda. Ég var mjög ánægður með að hafa náð fyrsta áfangastað því ég hef aldrei keyrt mig jafn mikið áfram með svo litla orku í kroppinum og auk þess með bakpokann minn á bakinu (ég afþakkaði burðarmenn þrjóskunar vegna). Með öðrum orðum: Segið húrra fyrir mér!
Næsta dag vaknaði ég eiturhress, hljóp af stað og kláraði dag tvö á góðum tíma. Á þriðja degi var ég orkuminni því háloftaveikin var farin að gera vart við sig og þeim degi lauk með fyrrgreindum afleiðingum.
Mín fyrsta alvöru fjallganga var aldeilis ekki hræðileg lífsreynsla þó að svo megi auðveldlega skilja það sem skrifað er hér fyrir ofan. Fyrsti dagurinn var reyndar ekkert sérstaklega 'ánægjulegur'. Vindurinn dreifir Buddha-bænum um Langtang dalinn með því að blása á bænaflöggin
Útsýnið á leiðinni var fallegt og 6000 metra hvítir tindar virtust á hverju strái. Ég held ég hefði líklegast notið þeirra betur ef ég hefði ekki gengið jafn hratt og ég gerði. Leiðsögumanninum mínum og nokkrum öðrum kynntist ég á leiðinni:
Leiðsögumaðurinn minn kæri, Raj, hughreysti mig með því að í næsta gistihús væri aðeins eins og hálfs klukkustunda ganga og því gekk ég af stað. Um 10 kílómetrum og fáeinum magauppreisnum seinna auk þúsund metrum hærra og nokkrum gistihúsum lengra komst ég á áfangastað fyrsta dagsins. Ég hafði þá gengið í um 6 klukkustundir upp og niður hæðir á tómum tanki og var gjörsamlega úrvinda á leiðarenda. Ég var mjög ánægður með að hafa náð fyrsta áfangastað því ég hef aldrei keyrt mig jafn mikið áfram með svo litla orku í kroppinum og auk þess með bakpokann minn á bakinu (ég afþakkaði burðarmenn þrjóskunar vegna). Með öðrum orðum: Segið húrra fyrir mér!
Næsta dag vaknaði ég eiturhress, hljóp af stað og kláraði dag tvö á góðum tíma. Á þriðja degi var ég orkuminni því háloftaveikin var farin að gera vart við sig og þeim degi lauk með fyrrgreindum afleiðingum.
Mín fyrsta alvöru fjallganga var aldeilis ekki hræðileg lífsreynsla þó að svo megi auðveldlega skilja það sem skrifað er hér fyrir ofan. Fyrsti dagurinn var reyndar ekkert sérstaklega 'ánægjulegur'. Vindurinn dreifir Buddha-bænum um Langtang dalinn með því að blása á bænaflöggin
Útsýnið á leiðinni var fallegt og 6000 metra hvítir tindar virtust á hverju strái. Ég held ég hefði líklegast notið þeirra betur ef ég hefði ekki gengið jafn hratt og ég gerði. Leiðsögumanninum mínum og nokkrum öðrum kynntist ég á leiðinni:
Raj er rólyndis náungi, 22 ára að aldri. Hann á konu og eina dóttur. Þau búa ásamt móður Raj í 15 fermetra herbergi - sama herbergi og ég hitti aðra 15 afmælisgesti í fyrir einni klukkustund síðan. Pabbi Raj var myrtur þegar hann var þriggja ára og því þurfti móðir hans að vinna baki brotnu til að koma börnunum sínum fimm á fót. Raj fluttist eftir skólagöngu sína - sem móðir hans náði einhvernvegin að borga fyrir - til Kathmandu. Eftir nokkuð langa leit, einn í ókunnugri stórborg, fékk hann vinnu hjá fjallgöngufyrirtæki sem burðarmaður í Langtang. Í Langtang er enginn vegur fyrir ökutæki og því sjá burðarmenn um að bera mat og allt það sem þarf upp í hæstu hæðir - m.a. bjór fyrir túristana. Burðarmenn bera líka bakpoka þeirra ferðamanna sem kjósa það. Raj vann sem burðarmaður ferðamanna í 6 ár og bauðst þá að gerast leiðsögumaður.
Raj er forseti lítilla samtaka sem fjármagna fátæk börn í námi og taka að sér fræðslu fullorðinna. Ein saga Raj gaf mér betri skilning á þörf Nepala (og annarra) fyrir menntun: Á námskeiði samtakanna fyrir fátæka bændur um getnaðarvarnir sýndi fræðslufulltrúi nokkur hvernig nota ætti smokkinn. Til að gæta velsæmis lét hann þó duga að setja smokk á þumalputtann á sér. Nokkrum mánuðum seinna hitti fræðslufulltrúinn óánægðann fyrrum nemanda sem átti ólétta konu. Þá kom í ljós að nemandinn hafði alltaf sett smokkinn á þumalinn en ekki getnaðarliminn.
Við Raj hittum á ferð okkar 12 ára dreng sem fylgdi okkur upp í hæsta fjallaþorpið. Hann á fimm systkini og hafði verið sendur til að vinna fyrir hjón í hóteli/teskála fyrir um 1000 krónur á mánuði (sem sendar eru til fátæku foreldranna nánast óskertar). Á venjulegum degi þvær hann upp og heggur við meðal annars auk þess sem hann gengur með túristum upp dalinn til að reyna að fá þá til að stunda viðskipti við svefn- og teskála sem þá greiða hótelinu hans fyrir. Þessi drengur hefur ekki kost á því að fara í skóla því vinnuveitendur hans taka það ekki í mál - það er reyndar ólöglegt. Raj ætlaði að reyna að finna heimili í Kathmandu fyrir drenginn þar sem hann getur bæði unnið og gengið í skóla, en hann er auðvitað einn af mörgum börnum fátækra foreldra sem neyðast til að senda þau að heiman. Ég mun verða í sambandi við Raj vegna þess að ég kosta tvö systkin í námi í gegnum samtökin hans og reyni að pressa á hann að finna gott heimili fyrir blessaðan drenginn. Einn daginn spurði hann Raj ,,bróðir, getur þú hjálpað mér héðan burt? Ég vil fara í skóla".
Ég man satt að segja ekki hvað drengurinn heitir en þegar ég horfi á myndina hér að neðan rifja ég upp þegar ég fylgdist með honum á fimmta deginum í laumi út um glugga á einum teskálanum. Hann hafði lokið við að vaska upp í jökulvatninu og kynda upp í skálanum og stóð því við göngustíginn og svipaðist um eftir túristum (til að bjóða í teskálann). Ég reyndi að skilja hvað drengur í þessari stöðu á þessum undarlega stað hugsaði um í frístundum sínum og hvort hann ætti einhverja vini eða vinkonur sem hann gæti spjallað við ef hann á annað borð hefði leyfi til þess. Ég fylgdist með fjórum eldri strákum sem sáu um teskála hinum megin við göngustíginn kalla á vin okkar einhver ókvæðisorð. Ég heyrði ekkert sem þeim fór á milli en ég sá og skildi nokkurn vegin hvað fólst í því sem eldri drengirnir sögðu. Þegar vinur okkar leit niður og reyndi að brosa yfir gríninu sem var á hans kostnað fann ég fyrir óþægindum sem gáfu til kynna hve nálægt þessir fáu dagar höfðu fært mig þessum dreng. Margir þeir sem hafa orðið á vegi mínum í þessu ferðalagi áttu í töluvert meiri erfiðleikum en vinur okkar í kókbolnum. Fáir urðu mér þó jafn kærkomnir sökum þess að ég hitti þá aðeins í skamma stund.
Raj (t.v.) og drengurinn síbrosandi
Raj aðhyllist kommúnisma en kommúnistar eiga 5 sæti, líkt og Maóistar, á 22 manna þingi Nepala. Raj vill meina að rétta leiðin fyrir Nepal til að gerast lýðræðisríki sé að kjósa kommúnista. Hóteleigandi sem ég spjallaði við í Pokhara eftir fjallgönguna vildi meina að margir Nepalar hefðu enga hugmynd um hvað kommúnismi og maóismi gengju út á. Margir þættir hafa skemmt ímynd hinna flokkanna sem eru á þingi. Til að byrja með hafa þeir þurft að vera hliðhollir konunginum í langan tíma og hafa þurft nokkuð mikla hvatningu til hætta því. Í öðru lagi er núverandi forsætisráðherra 84 ára að aldri og virðist eðlilega ekki vera rétti maðurinn til að leiða hið Nýja Nepal til lýðræðis. Önnur ástæða eru lág laun þingmanna, 4000 krónur á mánuði án ellilífeyris, sem hefur skemmt orðspor eldri flokkanna með spillingarmálum. Aldursdýrkun verður líka til þess að steingervingar sitja í efstu sætum.
Konungurinn fékk áður rúmlega 200 miljónir á mánuði en eftir að hann var gerður valdlaus voru launin lækkuð í um 120 milljónir á mánuði.
Eftir fjallgönguferðina fór ég í 6 daga reisu vestur til Pokhara og Bandipur. Bandipur er æðislegt þorp, byggt á fjallahrygg ekki langt frá dásamlegum hvítum 6000+ tindum. Á aðalgötu Bandipur sjást fáir túristar en hundruðir skólabarna þegar skólar þorpsins opna og loka dyrum sínum. Ég var ansi hissa á, að því er virtist, ótrúlegri kynorku bæjarbúa - fyrir hvert hús í þorpinu sá ég 10 börn á aldrinum 6 til 15. Seinna heyrði ég að japanskar nunnur hafi opnað kaþólskan skóla í þorpinu á sjötta áratug síðustu aldar. Fleiri kristnir skólar hafi svo fylgt í kjölfarið þegar hróður fyrsta skólans barst um sveitirnar og börn fluttust í heimavistir þorpsins - sem útskýrir barnafjöldann. Upphaflega ætlaði ég að stoppa við í einn sólarhring í Bandipur en átti á endanum þrjá frábæra daga.
Pokhara er ein vinsælasta túristaborgin í Nepal. Vegurinn til Pokhara var ekkert annað en slóði þegar svissneskur ,,landkönnuður" ,,uppgötvaði" þorpið, sem þá var, á sjötta áratugnum. Í dag er Pokhara álíka fjölmenn og Reykjavík. Bæði í Pokhara og Bandipur stundaði ég einhverskonar útivist, þ.e. hjólaði og gekk upp á nærliggjandi hóla og tók myndir með nýju linsunni sem ég hafði keypt nokkrum dögum áður.
Þann 10. maí flaug ég frá Kathmandu til Delhi, þaðan til London og loks til Keflavíkur. Alls tók ferðlagið um 24 klukkustundir. Á flugvellinum í Delhi átti ég góða stund þegar fulltrúar flugfélagsins Jet Airways tóku eftir því að í vegabréfi mínu var pakistanskur stimpill. Eftir smá yfirheyrslu um hvað ég hafi viljað til Pakistans og svo Indlands reyndu þeir hvað þeir gátu að finna eitthvað að vegabréfinu mínu, t.d. þeirri staðreynd að enginn enskur stimpill er í vegabréfinu þrátt fyrir millilendingu mína í Englandi áður en ég heimsótti Indland. Eftir útskýringar vísuðu þeir mér beint í flugvélina - Pakistana sleikjur eru ekki vinsælar hjá sumum Indverjum. Jet Airways er annars frábært flugfélag.
Ég hugðist eyða 8. og 9. maí í Kathmandu til að kaupa gjafir en náði að rumpa því af á 4 klukkustundum og ákvað í skyndi að fara í eina loka raftingferð 9. maí, þá þriðju í ferðinni. Ferðin var ágæt og búlgarski hópurinn, sem ekki vissi hvað 'forward' eða 'backward' þýddi, ógleymanlegur.
Raj er forseti lítilla samtaka sem fjármagna fátæk börn í námi og taka að sér fræðslu fullorðinna. Ein saga Raj gaf mér betri skilning á þörf Nepala (og annarra) fyrir menntun: Á námskeiði samtakanna fyrir fátæka bændur um getnaðarvarnir sýndi fræðslufulltrúi nokkur hvernig nota ætti smokkinn. Til að gæta velsæmis lét hann þó duga að setja smokk á þumalputtann á sér. Nokkrum mánuðum seinna hitti fræðslufulltrúinn óánægðann fyrrum nemanda sem átti ólétta konu. Þá kom í ljós að nemandinn hafði alltaf sett smokkinn á þumalinn en ekki getnaðarliminn.
Við Raj hittum á ferð okkar 12 ára dreng sem fylgdi okkur upp í hæsta fjallaþorpið. Hann á fimm systkini og hafði verið sendur til að vinna fyrir hjón í hóteli/teskála fyrir um 1000 krónur á mánuði (sem sendar eru til fátæku foreldranna nánast óskertar). Á venjulegum degi þvær hann upp og heggur við meðal annars auk þess sem hann gengur með túristum upp dalinn til að reyna að fá þá til að stunda viðskipti við svefn- og teskála sem þá greiða hótelinu hans fyrir. Þessi drengur hefur ekki kost á því að fara í skóla því vinnuveitendur hans taka það ekki í mál - það er reyndar ólöglegt. Raj ætlaði að reyna að finna heimili í Kathmandu fyrir drenginn þar sem hann getur bæði unnið og gengið í skóla, en hann er auðvitað einn af mörgum börnum fátækra foreldra sem neyðast til að senda þau að heiman. Ég mun verða í sambandi við Raj vegna þess að ég kosta tvö systkin í námi í gegnum samtökin hans og reyni að pressa á hann að finna gott heimili fyrir blessaðan drenginn. Einn daginn spurði hann Raj ,,bróðir, getur þú hjálpað mér héðan burt? Ég vil fara í skóla".
Ég man satt að segja ekki hvað drengurinn heitir en þegar ég horfi á myndina hér að neðan rifja ég upp þegar ég fylgdist með honum á fimmta deginum í laumi út um glugga á einum teskálanum. Hann hafði lokið við að vaska upp í jökulvatninu og kynda upp í skálanum og stóð því við göngustíginn og svipaðist um eftir túristum (til að bjóða í teskálann). Ég reyndi að skilja hvað drengur í þessari stöðu á þessum undarlega stað hugsaði um í frístundum sínum og hvort hann ætti einhverja vini eða vinkonur sem hann gæti spjallað við ef hann á annað borð hefði leyfi til þess. Ég fylgdist með fjórum eldri strákum sem sáu um teskála hinum megin við göngustíginn kalla á vin okkar einhver ókvæðisorð. Ég heyrði ekkert sem þeim fór á milli en ég sá og skildi nokkurn vegin hvað fólst í því sem eldri drengirnir sögðu. Þegar vinur okkar leit niður og reyndi að brosa yfir gríninu sem var á hans kostnað fann ég fyrir óþægindum sem gáfu til kynna hve nálægt þessir fáu dagar höfðu fært mig þessum dreng. Margir þeir sem hafa orðið á vegi mínum í þessu ferðalagi áttu í töluvert meiri erfiðleikum en vinur okkar í kókbolnum. Fáir urðu mér þó jafn kærkomnir sökum þess að ég hitti þá aðeins í skamma stund.
Raj (t.v.) og drengurinn síbrosandi
Raj aðhyllist kommúnisma en kommúnistar eiga 5 sæti, líkt og Maóistar, á 22 manna þingi Nepala. Raj vill meina að rétta leiðin fyrir Nepal til að gerast lýðræðisríki sé að kjósa kommúnista. Hóteleigandi sem ég spjallaði við í Pokhara eftir fjallgönguna vildi meina að margir Nepalar hefðu enga hugmynd um hvað kommúnismi og maóismi gengju út á. Margir þættir hafa skemmt ímynd hinna flokkanna sem eru á þingi. Til að byrja með hafa þeir þurft að vera hliðhollir konunginum í langan tíma og hafa þurft nokkuð mikla hvatningu til hætta því. Í öðru lagi er núverandi forsætisráðherra 84 ára að aldri og virðist eðlilega ekki vera rétti maðurinn til að leiða hið Nýja Nepal til lýðræðis. Önnur ástæða eru lág laun þingmanna, 4000 krónur á mánuði án ellilífeyris, sem hefur skemmt orðspor eldri flokkanna með spillingarmálum. Aldursdýrkun verður líka til þess að steingervingar sitja í efstu sætum.
Konungurinn fékk áður rúmlega 200 miljónir á mánuði en eftir að hann var gerður valdlaus voru launin lækkuð í um 120 milljónir á mánuði.
Eftir fjallgönguferðina fór ég í 6 daga reisu vestur til Pokhara og Bandipur. Bandipur er æðislegt þorp, byggt á fjallahrygg ekki langt frá dásamlegum hvítum 6000+ tindum. Á aðalgötu Bandipur sjást fáir túristar en hundruðir skólabarna þegar skólar þorpsins opna og loka dyrum sínum. Ég var ansi hissa á, að því er virtist, ótrúlegri kynorku bæjarbúa - fyrir hvert hús í þorpinu sá ég 10 börn á aldrinum 6 til 15. Seinna heyrði ég að japanskar nunnur hafi opnað kaþólskan skóla í þorpinu á sjötta áratug síðustu aldar. Fleiri kristnir skólar hafi svo fylgt í kjölfarið þegar hróður fyrsta skólans barst um sveitirnar og börn fluttust í heimavistir þorpsins - sem útskýrir barnafjöldann. Upphaflega ætlaði ég að stoppa við í einn sólarhring í Bandipur en átti á endanum þrjá frábæra daga.
Pokhara er ein vinsælasta túristaborgin í Nepal. Vegurinn til Pokhara var ekkert annað en slóði þegar svissneskur ,,landkönnuður" ,,uppgötvaði" þorpið, sem þá var, á sjötta áratugnum. Í dag er Pokhara álíka fjölmenn og Reykjavík. Bæði í Pokhara og Bandipur stundaði ég einhverskonar útivist, þ.e. hjólaði og gekk upp á nærliggjandi hóla og tók myndir með nýju linsunni sem ég hafði keypt nokkrum dögum áður.
Þann 10. maí flaug ég frá Kathmandu til Delhi, þaðan til London og loks til Keflavíkur. Alls tók ferðlagið um 24 klukkustundir. Á flugvellinum í Delhi átti ég góða stund þegar fulltrúar flugfélagsins Jet Airways tóku eftir því að í vegabréfi mínu var pakistanskur stimpill. Eftir smá yfirheyrslu um hvað ég hafi viljað til Pakistans og svo Indlands reyndu þeir hvað þeir gátu að finna eitthvað að vegabréfinu mínu, t.d. þeirri staðreynd að enginn enskur stimpill er í vegabréfinu þrátt fyrir millilendingu mína í Englandi áður en ég heimsótti Indland. Eftir útskýringar vísuðu þeir mér beint í flugvélina - Pakistana sleikjur eru ekki vinsælar hjá sumum Indverjum. Jet Airways er annars frábært flugfélag.
Ég hugðist eyða 8. og 9. maí í Kathmandu til að kaupa gjafir en náði að rumpa því af á 4 klukkustundum og ákvað í skyndi að fara í eina loka raftingferð 9. maí, þá þriðju í ferðinni. Ferðin var ágæt og búlgarski hópurinn, sem ekki vissi hvað 'forward' eða 'backward' þýddi, ógleymanlegur.
Ég er kominn aftur til Íslands og þessi færsla er mögulega næstsíðasta færslan um ferðina. Auðvitað hefur ferðin haft mikil áhrif á mig eins og hún átti að gera svo að ég get engu lofað um að innslög í náinni framtíð verði ekki innblásin af ferðinni á einhvern hátt. Ég er farinn að vinna á veðurstofunni við jarðskjálftarannsóknir (??) og hef í dag aðlagast lífinu á Íslandi. Hvað varðar seinasta innslagið um ferðalagið í Suður-Asíu að þá finnst mér ég skulda færslu um trúarbrögðin í Suður-Asíu eins og þau birtust mér.
Ég mun halda áfram að senda inn myndir á myndasíðuna og fáein myndbrot á youtube síðuna. Þar sem ég er farinn að vanda mig meira eftir að ég kom heim við tölvuvinnslu á myndunum mun ég líklegast geta lifað á því safni sem ég á enn eftir í nokkrar vikur.
Ég mun halda áfram að senda inn færslur á þessa síðu þó að sendingarnar gætu orðið jafnvel óreglulegri en áður.
5 comments:
Sæll Gunnar Geir.
Ég rakst á síðuna þína og er að byrja að lesa ferðasöguna og skoða myndirnar. Rosa gaman. Er einmitt að skipuleggja ferðalag til Indlands í haust. Mér leikur forvitni á að vita hvernig myndavél þú notaðir?
kveðja DS :)
Sæl DS.
Ég nota Nikon D50 SLR vél og naut góðs af því að hafa fjölnota lisnu sem spannar 18-200 mm. Þó svo að linsur með svona mikla stækkunarmöguleika skili ekki jafn miklum gæðum ( þ.e. gæði sem t.d. atvinnumaður getur séð mun á) að þá lét missti ég ekki af janf miklu og ef ég hefði haft fleiri en eina sérhæfða linsu.
SLR vélar hafa svo yfirburði yfir compact vélar að því leiti að þær eru hraðvirkar, sérstaklega út af þeim möguleika að 'zooma' með því að snúa hjóli á linsunni í stað þess að ýta á takka.
Á flickr má sjá hvernig myndavél var notuð neðst niðri til hægri við hverja mynd. Að vísu hafa sumir ljósmyndarar lokað fyrir þennan möguleika.
dpreview.com er svo síða sem ég mæli með til að skoða og bera saman mismunandi myndavélar.
Takk æðislega fyrir þessar upplýsingar :)
Er aðeins búin að vera að skoða myndavélar og er að spá í að kaupa Canon G7 þá sérstaklega útaf vídjó möguleikunum og stærðinni (gott á ferðalögum:).. læt það bíða betri tíma að fá mér stóra :)
kveðja DS
Verði þér að góðu DS.
Ef þú hefur fleiri spurningar getur þú sent mér póst á gunnardorfmeister(hjááá)gmail
Gleymdi að minnast á galla SLR véla, hann er auðvitað stærðin og þyngdin eins og þú bendir á.
Sjálfum fannst mér gott að kynnast ljósmyndun með einfaldari vél og góðri zoom linsu, cannon S1 IS, en fann þá að ég hafði áhuga á að læra meira og bera 1 kg í stærri tösku.
World Of Warcraft gold for cheap
wow power leveling,
wow gold,
wow gold,
wow power leveling,
wow power leveling,
world of warcraft power leveling,
world of warcraft power leveling
wow power leveling,
cheap wow gold,
cheap wow gold,
buy wow gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold
buy cheap World Of Warcraft gold c3x6l7ll
Post a Comment