Fyrir utan hótelið mitt er trukkalengja sem bíður þess að komast yfir landamærin, ekki ósvipuð þeirri sem ég sá við landamæri Pakistan. Á þessum landamærum þarf ekki að tæma alla trukkana yfir í trukka í næsta landi enda eru samskipti Nepal og Indlands mikið betri en Indlands og Pakistan. Á landamærunum eru því engir bláir maurar - það var það sem ég kallaði burðarmennina á landamærum Pakistan. Annars hef ég ekkert á móti maurunum, blessi þá alla með tölu og það ætti að vera auðvelt því þeir voru allir með númer á handleggnum.
Mig grunar að nokkrir trukkanna í þessari tveggja kílómetra lengju hafi verið að flytja mat til Nepal, Nepal er fátækasta ríkið í suður Asíu. Nú er þó útlit fyrir breytta og betri tíma í Nepal. Maóistarnir eru komnir inn í ríkisstjórn og líklegast hættir að þjálfa börn í skæruhernaði á meðan konungurinn hefur nánast ekkert vald lengur. Núverandi konungur hefur sýnt einræðistilburði á þessari nýju öld en bráðum verður honum sparkað algjörlega.
Í fyrramálið held ég til Kathmandu, þar finn ég vonandi svala.
Ég skulda nú eitthvað í ferðasögunni. Frá því ég yfirgaf fjallabæinn í Himachal Pradesh - svitabæ Bretanna - hef ég heimsótt Sewa Ashramið, eins og komið hefur fram, en auk þess Uttaranchal héraðið og Varanasi.
Við landamæri Himachal héraðsins og Uttaranchal átti ég eftirminnilegt ævintýri á reiðhjóli sem ég segi aðeins frá hér (smellið á myndina):
Eftir hjólreiðatúrinn fór ég til Dehra Dun og kynntist þar tveimur Indverjum á fyrstu 4 tímunum. Þeir eru báðir í frásögu færandi. Annar þeirra, Randy, er fyrrum stærðfræðikennari sem sestur er í helgan stein og reynir hvað hann getur að lifa af systrum sínum og gjafmildum túristum sem hann leggur sig fram við að spjalla við. Þar sem hann vann aldrei hjá ríkinu hefur hann engan ellilífeyri. Hann býr í hrörlegu en stóru húsi sem hann erfði frá foreldrum sínum. Hann giftist aldrei. Ég gaf blessuðum karlinum ekki margt, máltið og stöku kaffibolla.Mig grunar að nokkrir trukkanna í þessari tveggja kílómetra lengju hafi verið að flytja mat til Nepal, Nepal er fátækasta ríkið í suður Asíu. Nú er þó útlit fyrir breytta og betri tíma í Nepal. Maóistarnir eru komnir inn í ríkisstjórn og líklegast hættir að þjálfa börn í skæruhernaði á meðan konungurinn hefur nánast ekkert vald lengur. Núverandi konungur hefur sýnt einræðistilburði á þessari nýju öld en bráðum verður honum sparkað algjörlega.
Í fyrramálið held ég til Kathmandu, þar finn ég vonandi svala.
Ég skulda nú eitthvað í ferðasögunni. Frá því ég yfirgaf fjallabæinn í Himachal Pradesh - svitabæ Bretanna - hef ég heimsótt Sewa Ashramið, eins og komið hefur fram, en auk þess Uttaranchal héraðið og Varanasi.
Við landamæri Himachal héraðsins og Uttaranchal átti ég eftirminnilegt ævintýri á reiðhjóli sem ég segi aðeins frá hér (smellið á myndina):
Öðrum ungum manni kynntist ég í Dehra Dun, honum Anupam. Anupam er á aldur við mig og var staddur á sama stað til að hitta unnustu sína. Unnusta hans er hins vegar töluvert yngri en við Anupam eða 18 ára. Unga parið ætlar að gifta sig eftir um hálft ár og hefur valið fyrrum portúgölsku nýlenduna Góu til þess - 'partýpleis' Indlands. Parinu var ekki komið saman af foreldrum eða ættmennum og því mun hjónaband þeirra kallast "Love Marriage" en ekki ráðgert hjónaband. Eitthvað var Anupam súr út í unnustuna þegar ég hitti hann því hún hafði lítið viljað hitta hann frá því hann tók sér frí í Delhi og gerði sér ferð norður til Uttaranchal (þar sem hann gistir hjáfrænda sínum). Hann sagði mér frá vandræðum þeirra um afbrýðissemi og annað týpískt sem hlítur að hrjá par í sínu fyrsta sambandi á unga aldri.
Anupam spurði mig ráða en einu ráðin sem ég hafði voru evrópsk eins og reynsla mín öll. Ég hef velt fyrir mér hvernig fara eigi að því að tala um hjónaband eða samband við einhvern sem hefur allt annað viðhorf til sambanda. Ég bíst við að tvær manneskjur hafi sjaldnast nákvæmlega sama skilning/tilfinningu á hvaða hugtaki sem er en til að hafa söguna stutta og óalvarlega sagði ég honum einfaldlega að 18 ára stúlka, sérstaklega eins og hann lýsti henni, væri ekki tilbúin í hjónaband þar sem hún þekkir sjálfa sig ekki nógu vel. Evrópskt ráð en óindverskt.
Eftir Dehra Dun fór ég til Rishikesh. Rishikesh er stundum kölluð jóga-höfuðborg heimsins og bítlarnir vörðu 1-2 mánuðum þar eins og frægt var. Liverpool búsetinn ég gat ekki látið mig vanta á stórfenglegar bítlaslóðir Rishikesh. Nú er varla liðið hálft ár frá því ég og mamma fórum í útskriftina í Liverpool og á bítlasafnið í sömu ferð.
Sérstök hótelherbergi, sem bítlarnir gistu sjálfsagt aldrei í, að hverfa í gróðri
Ég eyddi einum eftirmiðdegi með alvöru Baba - þ.e. Baba sem biður ekki um peninga, mat eða neitt annað í staðin fyrir tíma sinn og hjálp - ég og 2 aðrið túristar stunduðum smá hugleiðslu við bakka Ganges og fórum í gönguferð í gamalt Hindúahof fyrir ofan Rishikesh. Þessi baba, eins og margir aðrir babar, reykir kannabisefni stíft.
Ég læt duga að setja inn myndir með lýsingum á næstu 2 dögum sem sýna bítlaslóðirnar í Rishikesh.
Rishikesh stúlka og barn
Varanasi var síðasti viðkomustaður minn í Indlandi. Ganges áin er orðin frekar skítug þegar hún hefur runnið alla leið frá Himalaya fjallgarðinum og til Varanasi og því sleppa margir Hindúar því að drekka vatnið úr henni og fáir túrista baða sig í henni þar. Ganges áin virtist nokkuð hreynleg í raftingferðinni í Rishikesh en þó fann ég fljótlega subbulega lykt eftir að við lönduðum bátnum í grennd við fyrstu byggðir í Rishikesh.
Varanasi er vinsæll ferðamannastaður enda er hún ein heilagasta borgin í Indlandi í augum Hindúa og Búddista. Þeir sem baða sig í Ganges ánni hreynsa burt allar sínar syndir og þeir sem deyja í grennd við Ganges í Varanasi fara beint í himnaríki samkvæmt Hindúatrú. Sumir hindúar flytja til Varanasi á gamals aldri til þess að njóta þessara fríðinda.
Ég var hissi yfir því hve margir Indverjar böðuðu sig og gleyptu vatn úr Ganges ánni. Skelfilegar niðurstöður mælinga á bakteríuinnihaldi, hálf-brenndum líkamsleifum og skolpi virðist ekki hræða pílgrímana mikið.
4 comments:
Hæ Gunnar Geir! Gaman að lesa frásögn þína úr þessu magnaða ferðalagi þínu. Getum ekki beðið eftir að fá þig heim, missyoumissyoumissyou:)
Við myndum alveg þiggja smá ráðlagningu í ástarmálunum þegar þú kemur á klakann - kannski indverskar ráðagerðir henti okkur í þessum málum??
Gangi þér vel í lokahnykknum.
Kær kveðja frá Helgu og Gunnari Helga
Kæru Gunnar og Helga,
Ég skal taka með mér nokkur indversk dagblöð en með hverju þeirra fylgir langur listi yfir Indverja sem eru til í að gifta sig. Venjulega er æskilegt að tilvonandi maki hafi góða vinnu og menntun eins og þið. Listinn er svo flokkaður eftir stéttum svo fólk geti fundið fólk í sömu stétt.
Kanski væri best að þið mynduð senda inn auglýsingu (það má líka gera á indverskum einkamáls-síðum). Störf ykkar, menntun og íslenskt þjóðerni ætti að tryggja ykkur þúsundir fyrirspurna.
Til hamingju með afmælið í dag Gunnar minn. Vona að þú hafir haft það gott í dag og gert þér dagamun. Berglind og Atli og auðvitað Sigurjón Bragi líka
Takk fyrir Atli, Berglind.....og audvitad Sigurjon.
Post a Comment