Kæri lesandi!
Ég er staddur í fjallaborginni Shimla en hún er jafnframt höfuðborg Himachal Pradesh héraðsins. Himachal er helmingurinn af Íslandi að stærð og íbúar þess eru um 6 milljónir talsins. Shimla er í um 2200 metra hæð yfir sjávarmáli og þess vegna varð Shimla kærkominn staður fyrir sveitta Breta þegar þeir tóku að flykkjast hingað árið 1819 til að þurka af sér sléttu-svitann í hinum heitu apríl og maí mánuðum (áður en regntímabilið byrjaði). Það er alveg furðulegt að koma í þessa borg og finna evrópskan arkítektúr eftir allt það sem á undan hefur gengið, alveg magnað einhvernveginn.
Á fjórða degi í Mcleod Ganj var ég í sakleysi mínu að taka myndir af gömlum Tíbeta sem hafði flúið landið 2 árum á undan Dalai Lama þegar Sonam, fimmtugur Tíbeti sem búsettur er í Nepal, tók að spjalla við mig. Sjálfur flúði Sonam Tíbet þegar hann var um tvítugt, hann fékk mig til umhugsunar hvað felst í því að vera flóttamaður - að geta ekki farið til síns heimalands! Ég ferðast glaður um Indland og veit að ég get alltaf snúði aftur heim til landsins míns, það geta Tíbeskir flóttamenn ekki gert.
Allavega. Eftir að Sonam hafði fylgst með mér taka myndir af gamla manninum spurði hann mig hvort ég hefði áhuga á að gerast opinber ljósmyndari Vestur-Tíbeta, samtakanna sem hann er í forsvari fyrir, á hátíð sem haldin var 19. og 20. mars í Mcleod Ganj. Ég var fyrst efins, þar sem það þýddi að ég þyrfti að ,,bíða" í 5 daga eftir hátíðinni, en eftir að ég skráði mig á matreiðslunámskeiðið og komst að því að ég fengi tækifæri til að taka myndir af Dalai Lama, þegar Vestur-Tíbetarnir heilsuðu honum á leið í Búdda-hofið sitt, sló ég til.
Hátíð Vestur-Tíbeta fólst í því að heilsa upp á guðinn sinn, Dalai Lama, dansa svolítið fyrir utan bústaðinn í fullum skrúða og svo almennilega næsta dag í menningarmiðstöð Tíbeta í Mcleod Ganj. Um 12 mismunandi svæði Vestur-Tíbet áttu sína fulltrúa á hátíðinni, búninga, dans, söng og trumbuslátt. Búningarnir voru gjörsamlega ótrúlegir!
Ég hef tekið eftir því á ferðum mínum í Himachal Pradesh að Tíbetarnir hérna virðast eiga nóg af peningum. Til að mynda er menningarmiðstöðin sem ég mynntist á mikilfengleg og eitthvað hef ég séð af nýjum hofum og einnig hof sem eru í smíðum.
Dalai Lama er víst forríkur. Á meðan Dalai Lama var í hofinu biðu Vestur-Tíbetar og aðrir í um 3 tíma eftir því að sjá hann aftur þegar hann gekk til baka í bústað sinn. Af þessum þremur tímum fór um hálfur tími í að bera gjafir inn í bústaðinn hans. Um 800 manns (engar ýkjur!) báru glæsilega umbúin búddista rit, silkiklúta, mat ( t.d. hrísgrjónasekki) en þó aðalega gullslegnar styttur af búdda inn í bústað hans. Dalai Lama gefur víst mikið til líknarmála.
Því miður var Sonam of seinn til að leggja inn umsókn mína með tilheyrandi passamyndum til að fá leyfi til myndatöku af Dalai Lama þegar blessaður karlinn gekk til hofs. Dalai Lama býr með um 100 tíbeskum vörðum og fyrir utan bústað hans eru jafnan indverskir hermenn. Dalai Lama á sjálfsagt enga óvini fyrir utan kanski nokkra Kínverja.
Mér fannst nú of langt gengið þegar Sonam kynnti mig sem atvinnuljósmyndara fyrir kunningjum sínum í samtökunum en það keyrði um þverbak þegar hann á öðrum degi hátíðarhalda kynnti mig sem opinberan atvinnuljósmyndara í hátalarakerfi menningarmiðstöðvarinnar fyrir framan um 1000 áhorfendur. Þetta gaf mér þó vald til að stýra hópunum 12 í stellingar fyrir hópmyndatökur sem og frelsi til að mynda dansatriðin úr innanverðum danshringnum. Ég tók um 350 myndir á seinni deginum, þær hefðu margar orðið betri ef gamalmennin í hópunum hefðu gert svolítið af því að brosa. Þetta var samt frábær upplifun og á endanum ákvað ég að taka enga greiðslu fyrir þetta, enda er ég ekki atvinnuljósmyndari.
Eftir hátíðarhöldin í Mcleod Ganj stefndi ég á Shimla en ákvað þó að fara lengri leið til þess að koma við í Mandi og til að skoða Rewalsar vatn, hátt uppi í fjöllunum. Rewalsar vatn er heilagt í augum bæði Hindúa og Búddista og því má finna mörg hof í kringum vatnið. Í stað þess að taka rútu frá vatninu aftur til Mandi gekk ég í um tvo tíma eftir veginum sem rútan keyrir. Útsýnið var með ólíkindum.
Ferðalögin í þessu héraði eru engu lík. Fyrir það fyrsta er útsýnið - þrepaklæddar hrísgrjónabrekkurnar hafa fengið mig til að íhuga kaup á ,,sumarbústaði" hérna. Hins vegar eru ferðalögin í rútunum frekar óþægileg. Fjallavegirnir eru reyndar malbikaðir að mestu en stundum er varla hægt að tala um bundið slitlag í orðsins fyllstu merkingu á sama tíma. Um aksturslag Indverja má nú skrifa heila grein og það stóð reyndar alltaf til..
Í dag komst ég yfir 100 klukkustunda rútu-múrinn, þ.e. ég hef spanderað 100 klukkustundum í rútum á ferðum mínum í Indlandi og Pakistan. Þetta finnst mér markverður áfangi sökum þeirra þjáninga sem fylgja þeim oft (sár bossi). Í dag enduruppgötvaði ég reyndar ipod-spilastokkinn minn sem gerði 5 tíma útsýnisferð dagsins í Himalayafjöllunum næstum því dásamlega. Venjulega sit ég í fremsta sætinu (stress-sætinu) í rútunum hérna þar sem fá sæti bjóða upp á það fótarými sem ég þarf. Ég sit því við hliðina á vélinni sem urrar á gólfinu við hliðina á stressaða bílstjóranum.
Frá Shimla ætla ég til næsta fjallahéraðs, Uttaranchal. Ég mun líklegast brjóta upp þá 10 tíma fjallaferð með stoppi í litlum bæ, Nahan, eins og ég gerði með stoppi mínu í Mandi á leið til Shimla.
Það getur verið gott að vera eini túristinn í indverskum bæ milli þess sem maður heimsækir túristabæi. Þá kemst ég í prímadonnugýrinn, ég á athygli allra og er ekki bara ,,einn af túristunum".
Sjá lýsingu á venjulegum degi Dalai Lama í Dharamsala/Mcleod Ganj á opinberri síðu hans.
Sunday, March 25, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Yndislegt að lesa um ferðir þínar. Gangi þér vel og njóttu í botn
Lynja
Hæ Gunni minn
Bara að kvitta fyrir mig í þetta skipti. Ég kíki mjög reglulega á síðuna og hef mikið gaman af - eiginlega svo mjög að mig langar að fara einhvern tíma í ferðalag með þér, þú ert svo sniðugur að finna þér skemmtilegt viðurværi:)
Sæll Gunnar,
Takk fyrir kortið. Við fylgjust með þér! Farðu varlega en njóttu lífsins :) kær kveðja, Mikael og Ingibjörg
Lynja, Elva, Ingibjorg og Mikael: Gaman ad heyra fra ykkur!
Elva: Eg tharf ad gerast fararstjori i Indlandi... :)
Annars efur litid baest vid Hindi ordafordann minn. Eg laeri adalega ny ord yfir eitthvad matarkyns en matmalstimar herna eru enn eitt adal ahugamalid mitt herna.
Sæll Gunni
Þetta er ævintýralegt í fjöllunum! Þú ert örugglega eini Íslendingurinn sem nælt hefur í hirðljósmyndaratitil. Fínar myndirnar sem þú tókst er þú gegndir embættinu. Eitthvað annað að sjá litadýrðina á hátíðarklæðum fólksins þarna á móti íslensku grámyglunni jafnt í veðri sem í klæðaburði.
kveðja
gm
Gaman ad heyra fra ther Gudjon.
Bestu kvedjur
Gunnar Geir
I'm really Glad i found this blog.Added gunnargeir.blogspot.com to my bookmark!
I'm Glad i discovered this web site.Added gunnargeir.blogspot.com to my bookmark!
Post a Comment