Friday, March 16, 2007

Mcleod Ganj

Ég er staddur í ,,Litlu Lhasa" eða Mcleod Ganj eins og bærinn heitir réttu nafni. Lhasa er höfuðborg Tíbet en hér í Mcleod, Indlandi býr nokkur þúsund manna samfélag tíbetskra flóttamanna ásamt Tenzin Gyatso, núverandi Dalai Lama og útlægri ríkisstjórn Tíbeta.
Í dag lauk ,,fyrirlestra röð" Dalai Lama í aðal Búddistahofinu í bænum. Ótal munkar og Búddistar, m.a. frá Suð-austur Asíu, Japan, Nepal og jafnvel Vesturlöndum, hafa því gist hér í bænum og erfitt hefur verið að finna gistingu. Í lang flestum húsum og hótelum er engin kynding sem kemur sér illa í þessum fjallabæ í 1.700 metra hæð sem hefur aldeilis orðið fyrir barðinu á stanslausri rigningu undanfarið. Í dag hefur lítið rignt og spáin fyrir næstu daga er góð en ég mun þó sjálfsagt halda áfram að sofa í nánast öllum fötunum á næturna eins og flestir íbúar hér.Útsýnið hérna er frábært og nokkrar myndir eiga sjálfsagt eftir að rata inn á síðuna mína á næstunni.

Núna, tveimur dögum seinna eftir síðustu efnisgrein er ég enn í bænum. Kuldabylgjan sem gekk yfir norður-Indland er farin á kaldari stað og mér hefur tekist að brenna nýskafaðann hausinn á mér - í gær skafaði tíbetskur munkur af mér allt hárið. Tíbetski munkurinn var hof-vörður og yfirskafari í nærliggjandi munkabyggð og þess skal getið að hann skafaði mig af frjálsum vilja. Myndir af þessu detta inn á myndasíðuna á næstu dögum en thangad til smaatridin koma i ljos:

Ég hef fundið mér eitt og annað að gera hérna í bænum.

Í dag gekk ég til liðs við hippahreyfingu og týndi rusl upp úr árfarvegi og af leikvelli í næsta smábæ. Eins og ég hef áður sagt eru engar ruslatunnur á götum í Indlandi og þess vegna neyðast Indverjar til þess að vera sóðar - eða eru þeir kanski sóðar af því að hér eru engar ruslatunnur?
Átakið í dag vakti athygli og okkur hippunum tókst að fá nokkra indverska krakka til að týna rusl með okkur (eldri Indverjar hristu yfirleitt hausinn). Krakkarnir urðu töluvert mótiveraðir (ach, íslenska orðið?) á því að fá að nota appelsínugula gúmmíhanska en hvort hippunum hafi tekist að koma af stað tískubylgju eða umhverfisátaki verður tíminn að leiða í ljós.
Eftir rétt rúmlega tveggja tíma vinnudag tók svo við þriggja tíma hádegisverður og þá voru flestir orðnir of skakkir til að halda áfram. Aðalhippinn borgaði úr eigin vasa fyrir 5 ruslatunnur sem byrjað var að setja upp í dag, ég er yfir mig hrifinn af framtakinu hans. Rusltínslan hafði góð áhrif á samviskuna mína. Nú get ég haldið ótrauður áfram í að henda rusli á göturnar hérna.
Það sem skiptir máli í þessu sambandi er að losa sig við ruslið þar sem maður veit að það verður hreynsað upp.

Annað sem ég hef stundað hér í bæ er að sitja indverskt matreiðslunámskeið. Á námskeiðinu hefur verið lögð áhersla á norður-indverska matargerð. Hér í bæ er reyndar auðvelt að finna tíbetsk námskeið en tíbetskur matur finnst mér allt að því barnalega einfaldur við hliðina á þeim indverska. Ég hlakka til að geta prufað nokkrar uppskriftir þegar ég kem heim til Íslands.

Eitthvað hef ég spilað skák við einn rússa og kashmírska sölumenn - þeir síðar- og fyrrnefndu eru áhugasamir um taflmennsku.
Að lokum hef ég farið í skemmri göngutúra upp í nærliggjandi fjöll (myndir væntanlegar).


Nú hefur hálfgerður fjallapartur tekið við í ferðalagi mínu með viðkomum hér í Himachal Pradesh, Uttarachnal, Sikkim, Nepal (Everest!) og Tíbet - Himalaya fjallgarðurinn teygir sig inn á öll þessi svæði.

3 comments:

Anonymous said...

Ju, se ad thu ert moving up in the world. Einu sinni lestu ther naegja ad lata amatorin mig raka a ther hausinn a medan thu sast ofan i ljotu badi i Liverpool. Nu er thad yfirskafari, alvoru munkur i hofi!!!
Gott hja ther.
Thu ert frabaer bloggari Gunni minn. Mer fallast hendur, nenni ekki ad blogga thvi mitt er svo hallo midad vid thitt! Sendi bara post a folk i stadinn.
Bestu kv.
Gunna

Gunnar Geir said...

Jeminn eini Gunna. Þú ert mikið betri penni en ég. Ég, í samanburði við þig , er lítið í tölvupósti, t.a.m. er ég að skrifa þessar línur hér en ekki í pósti.

Þú munt finna margt krassandi að skrifa um í Kambódíu.

Harðkjarna lesendur hafa séð að það kemur ekki of oft yfir mig andi í að skrifa en það verður reyndar ekki svo langt í næstu færslu.

Anonymous said...

World Of Warcraft gold for cheap
wow power leveling,
wow gold,
wow gold,
wow power leveling,
wow power leveling,
world of warcraft power leveling,
world of warcraft power leveling
wow power leveling,
cheap wow gold,
cheap wow gold,
buy wow gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold
buy cheap World Of Warcraft gold w3h6c7uo