Þing Pakistans samþykkir breytingar á lögum um nauðgun og hjúskaparbrot
Þing Pakistans samþykkti í dag að stjórnarfrumvarp um að breyta lögum, sem gilt hafa í landinu um nauðgun og hjúskaparbrot en þau lög byggjast á íslömskum bókstafstrúarlögum.
Gömlu lögin, sem eru 27 ára gömul, gerðu kváðu á um að kona, sem vildi kæra nauðgun, þyrfti að leiða fram fjóra karla sem vitni en ella gæti hún átt yfir höfði sér ákæru fyrir hjúskaparbrot.
Íslamskir bókstafstrúarmenn úr röðum þingmanna tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni um nýja frumvarpið í dag og vöruðu því því, að breytingarnar myndu breyta Pakistan í þjóðfélag þar sem frelsi í kynferðismálum yrði ríkjandi.
Síðasta setningin er best en setning tvö verst.
Í fréttinni kemur ekki fram hvernig lögunum var breytt. Ætli nú sé krafist þriggja karlkyns vitna?
Kanski að menn hafi gengið skrefinu lengra þannig að í dag megi líta á Pakistan sem þjóðfélag þar sem frelsi í kynferðismálum sé ríkjandi.
Jeminn