Saturday, January 27, 2007

Myndir a leidinni

Tolvan er svooooo haeg.

Verd ad bida med ad setja inn restina af myndunum sem eg hef tekid m.a. i thjodgardinum Litte Rann in Kutch. Svo fylgir med textinn sem mun fylgja a flickr sidunni.


Women, belonging to a salt extracting tribe in the National Park of Little Rann in Kutch, do laborious work in the desert. The tribes dig holes in the ground and pump salty water to rectangular areas from which the water evaporates. In the picture, some 20 kgs of salt can be seen on its parabolic way to a pile of salt worth two dollars. More than half of the two dollars are used in buying gas for the pumps. See other photos for a better description on salt extraction.


Tilraun med video sem eg held eg geti farid ad henda inn med reglubundnari haetti:
Sa fyrsti sem faer videoid EKKI til a virka skal skrifa i commenti fra thvi og sa fyrsti sem faer thad til ad virka gerir eins. Vinsamlegast :D Eins og er virkar thad ekki hja mer en thad er liklega vegna thess ad thessi tolva er $%##!!. Eg er farinn og aetla ad borga helming af uppsettu verdi!

Video hér


Friday, January 26, 2007

Veitingastaður í Rajkot

Ég hef gist síðastliðnar þrjár nætur í Þjóðgarðinum Little Rann of Kutch en er nú loksins kominn ,,á línuna" aftur. Ferð minni er heitið í suður Gujarat, sem á víst að vera ,,svolítið öðruvísi". Margt hefur drifið á daga mína og til að stytta listann langar mig til að tala um síðasta klukkutíma eða svo hér í Rajkot, Gujarat.

Eftir að hafa leitað uppi veitingastaðinn Bukhara Woodland Restaurant með bettlara á hælunum, sem sumir hverjir klípa mann til að fá athygli, hitti ég í hópi manna, beint fyrir utan staðinn, mann sem vissi hvar hann var.

Innskot: Ég hef verið að lesa sögu Englendings af ferðum sínum á Indlandi sem er setningarfræðilega mjög flókin. Það skýrir þessar löngu setningar sem ég mun hætta að skrifa núna.

Bukhara hefur sæti fyrir um 100 manns. Það var því með valkvíða sem ég valdi sæti í horninu á tómum staðnum. Eftir handahófskent val af matseðlinum - sem ég botnaði lítið í - fann ég klósettið sem var því miður ekki hola í jörðinni eins og ég er vanur að nota.

Veitingastaðurinn var af fínustu gerð og þjónarnir vildu allt fyrir mann gera en áttu bágt með það sökum þess að þeir skildu mig ekki. Maturinn kom þó og var príðilegur, sérstaklega með hrísgrjónum sem komu 2 mínútum eftir að ég pantaði þau sérstaklega. Eitt átti ég ég bágt með á þessum stað: Þjónninn stóð yfir mér og skóflaði úr hrísgrjónaskálinni eða grænmetisréttinum á diskinn minn þegar honum fannst vanta á diskinn minn. Hann reyndi að vísu að gera annað á meðan en ég sá að það var allt saman yfirskin - vökul augu hans fylgdust með hverri skeið sem ofan í mig fór. Þegar líða tók á matartímann tilkynnti þjónninn mér að hann gæti því miður ekki skóflað meiru af grænmetisréttinum á diskinn minn þar sem ég hafði klárað hann og spurði því hvort ég vildi eingöngu hrísgrjón á diskinn. Ég afþakkaði pent og bað um reikninginn. Mér til kvíðarauka sá ég hvar þjónninn náði í skál með heitu vatni í og sítrónubitum og þóttist viss um að hann myndi þvo mér um hendurnar. Hann setti skálina þó á næsta borð og fór og pantaði reikninginn á meðan ég dreif mig í að hella restinni af vatninu sem ég hafði pantað í tóma flösku sem er föst við áberandi fjólubláa bakpokann minn.
Ég svitnaði í lófunum við tilhugsunina um að láta ókunnugan mann þvo mér um hendurnar og í huga mínum endurtók ég enska möntru, sem er lítið annað en eitt ljótt orð. Þjónninn gerði sig ekki líklegan til að þvo mér þegar hann setti skálina fyrir framan mig, mér til mikillar ánægju. Ég þreyf mig því í skyndi, setti táfílusokkana mína í skítuga skónna sem lágu undir borðinu og greip fjólubláa bakpokann á leið minni út.

Monday, January 22, 2007

Gujarat og fleira

Hallo. Hef ekki nad ad fa islenska stafi a thessari tolvu.
I gaer for eg a indverskt hestbak i halfan dag. Eg er enn af jafna mig i rassinum eftir toltid - thessir hestar voru otrulega viljugir! Thad thurfti ekki nema snerta tha einu sinni med faetinum til ad fa tha af stad. Eg hef ad visu ekki mikinn samanburd ne heldur get eg tekid mikid mark a sogum Rachel sem for med mer a hestbak, thvi hun hefur bara prufad ameriska hesta sem hafa verid undir of morgum, of feitum amerikonum (her er betra a skrifa amerikonum frekar en konum, fyrst islenska stafinn vantar). Myndir ur ferdinni eru a flickr sidunni.
Talandi um flickr siduna: Ykkur er velkomid ad skrifa comment thar, t.d. spyrja hvad var um a vera thegar eg tok myndina, af hverjum hun er eda til ad segja ad myndin se leleg.

Nu er eg staddur i annarri borg i odru heradi. Ahmedabad heitir borgin (4,2 millj. ibua) og heradid heitir Gujarat. Borgin er helst fraeg fyrir thad ad Mahatma Ghandi stofnadi einskonar braedrareglu/communu (e. Ashram eda kanski frekar Intentional community, islensk ord oskast hermed) her sem voru adalbaekistodvar hans a medan hann tok thatt i sjalfstaedisbarattu Indverja. Eg vonast til ad geta gefid mer tima i fyrramalid til ad skoda thetta Ashram og pappirsverksmidjuna sem hann kom a fot sem er virk enn i dag. Eg verd ad vera snoggur thvi eg aetla ad flyja thessa havadaborg sem fyrst yfir i thjodgard kenndan vid Little Rann. Thjodgardurinn er i Gujarat og er umkringdur eydimork og soltugri myri.

Eitt ad lokum. Eg hef minnst a herodin Gujarat og Rajasthan i faerslum minum hingad til. Indland er samansett ur 28 herodum sem hvert um sig hefur heradsstjorn. Heradsstjornin er kosin i lydraedislegum kosningum likt og adalstjornin i Delhi. Eitt heradid, Kerala i sudur Indlandi, er svolitid serstakt ad thvi leiti ad thar hefur oft verid, og er nu ad thvi ad eg best veit, lydraedislega kjorin kommunista heradsstjorn. Thetta er vist eitt af faum svaedum i heiminum thar sem kommunistar komast til valda a lydraedislega hatt. Yfirleitt hefur ofbeldi thurft ad koma vid sogu eins og t.d. i Nepal. Eg er ekki thar med a segja ad kommunistar seu ofbeldisfullir, their maeta audvitad oft miklu motlaeti. Ekki liggur leid min til Kerala en mig langadi einfaldlega a minnast a thad.

Friday, January 19, 2007

Udaipur, verðlag og veikindi

Iss, ég er nú meiri kjánapésinn. Ég er með höfuðverk og æðalegg í handleggnum. Æðaleggurinn er þó ekki afleiðing kjánaskapar en höfuðverkinn fékk ég fyrir að leggja af stað á reiðhjóli án þess að hafa vatnsflösku meðferðis. Ekki svo að skilja að ég hafi á endanum verið í miðri eyðimörk og ekki getað haldið áfram, heldur þarf maður bara að drekka reglulega í heitu loftslagi og þá sérstaklega ef maður hreyfir sig eins og ég gerði. Um æðalegginn má svo lesa neðar.

Annars langar mig að tala aðeins um hjólastjórann minn í Agra. Hann er, í samanburði við millistétta hindúann úr síðustu grein, lágstétta múslimi. Í staðin fyrir að hafa átt margar kærustur og vera ógiftur þá giftist hann stúlku frá Kalkútta sem hann hafði aldrei séð áður þegar hann var aðeins 20 ára gamall. Feður hjónanna stungu sem sé saman nefjum eins og algengt er hér og víðar. Ég get ekki ímyndað mér hvernig er fyrir tvítuga stúlku að vera flutta fjarri öllum sem hún þekkir rúmlega þúsund kílómetra leið inn á heimili hjá einhverjum ókunnugum um ókomna tíð.
Hjólastjórinn virtist þjást af einhverskonar næringarskorti því það blæddi stöðugt úr tannholdinu hans. Það besta sem hann kemst í er að finna túrista sem gerir við hann dagsamning, því samkeppnin er hörð í Agra og erfitt að fá viðskipti. Fyrir þá erfiðisvinnu að hjóla með mig um Agra greiddi ég honum um 200 krónur og frá fyrirtækjum sem hann sendi mig í hefur hann fengið um 100 krónur (meira um verðlag hér að neðan). Komist hann í viðskipti sem þessi á hverjum degi, en hann vinnur sjálfsagt flesta daga mánaðarins, tel ég hann á grænni grein. Það þarf þó lukku til að ná sér í dagsamning við túrista.
Draumur hjólastjórans er að verða mótorhjólastjóri, þ.e. að aka auto rickshaw í stað rickshaw (sjá myndir hér að neðan).

<-Rickshaw til vinstri

Auto Rickshaw til hægri->

Ég er allur að hressast. Er farinn frá Pushkar, ferðanýlendu Ísraelsmanna og farinn yfir til Udaipur, staðnum sem 007 – Octopussy myndin var tekin upp að stærstum hluta. Paradísin Pushkar varð skjótt að fangelsi fullu af túristum þegar ég fékk flensuna þar og var þar fastur en ég mæli þó hiklaust með Pushkar. Ég lifði þarna sem grænmetisæta í eina viku og snerti ekki áfengi eins og lög gera ráð fyrir. Pushkar er mjög heilagur staður í augum hindúa og við vatnið má heyra möntrur hindúa spilaðar af upptökum eða sungnar á staðnum linnulaust. Það getur þó verið hálf ergjandi fyrir þá sem reyna að sofa flensusvefni í herbergi rétt við vatnið en yfirleitt eykur þetta á ,,sjarma” Pushkar.
Það væri lélegt að tala aðeins um Octopussy í tengslum við Udaipur, jafnvel þótt að íbúar svæðisins virðast enn svífa um á bleiku James Bond skýji. T.a.m. er Octopussy sýnd á hverju kvöldi milli 7-9 á mörgum matsölustöðum bæjarins. Ég gat því ekki sleppt því að horfa á hana í gærkvöldi. En um Udaipur: James Bond myndin var tekin upp hér því hér eru ótrúleg mannvirki á hólum og eyjum vatnanna sem borgin umkringir. Ein eyjan er t.d. eitt risastórt marmarahótel þar sem svítan er leigð á litlar 25.000 krónur nóttina. Veðrið hérna er með besta móti, ég er stutt ermaður og stutt skálmaður í hvívetna. Samúðarkveðjur til ykkar sem haldið á ykkur hita í froststigunum 9.
Mynd:Marmarahótelið fljótandi
Um verðlagið
Verðlagið á Indlandi er auðvitað ansi lágt. Fyrir þá sem hafa áhuga get ég sagt aðeins frá því. Til að byrja með er sjaldan sem verð eru ákveðin fyrirfram, t.a.m. er Indverji rukkaður um 80 kr fyrir klukkutíma nudd á rakarastofu á meðan útlendingur er fyrst rukkaður um t.d. 300 kr fyrir 20 mínútur. Verð á hlutum og þjónustu er semsagt á floti. Veitingastaðir hafa þó matseðla þar sem verð fyrir hvern rétt er birt og þá borga Indverjar það sama og útlendingar. Venjulega borga ég um 130 krónur fyrir máltíð, innifalið er þá aðalréttur og drykkur. Fyrir morgunverð borga ég yfirleitt svipað en fæ þá kanski 2 rétti og drykk. Fyrir 3 krónur er hægt að kaupa banana og fyrir 300 – 500 kr fæst gisting með sér baðherbergi á notalegu hóteli (sem er þó svolítið skítugra en þið eigið að venjast). Hægt er að finna einstaklingsherbergi án baðherbergis fyrir 160 krónur.

Um veikindin
Eftir flensuna í Pushkar færði ég mig yfir til Udaipur en á öðrum degi fór ég á spítalann vegna þess að höfuðverkir og hálf-blóðugur hósti gerðu mér lífið leitt. Læknirinn sendi mig í röntgen og blóðprufu og sagði margt geta komið til greina um ástand mitt, til dæmis berklar - það eina sem hann nefndi. Á meðan ég beið eftir niðurstöðum á hótelherberginu komst ég að því að mig langaði alls ekki heim, burt frá Indlandi. Það að hafa berkla var minna mál en að þurfa að fara heim. Reyndar las ég seinna að berklarnir sem herja á Indverja eru alls ekkert grín – lyfónæmur fjandi. Berklar eru reyndar algengari hér en eyðni og malaría (í fólki) samanlagt.
Það var því kvíðapési sem mætti á fátæklegan spítalann í Udaipur í annað sinn til að vitja niðurstaðna. Í ljós kom að Gunnar er sko ekki með berkla, heldur er ég með lungnasýkingu eins og fjórðungur ferðamanna fær sem færa sig úr köldu loftslagi yfir í heitt. Flensan og allt þar á undan passar eins og flís við rass við lýsinguna í Lonely Planet bókinni minni. Því er ég með æðalegg í handleggnum og fer í þriðja og síðasta skipti á morgun á spítalann til að fá sýklalyf en auk þess hef ég önnu lyf við sýkingu í ennisholunum (held ég).

Öll samúðar-comment afþökkuð. Ég hef það gott og sé fyrir endann á þessu.

Tuesday, January 16, 2007

Hitt og þetta um samfélagið


Ég þakka Guðjóni fyrir að hafa sagt í commenti „áfram veginn", en nú hef ég breytt kjörorðum síðunnar.

Það er svolítið sérstakt að fylgjast með blessuðum beljunum sleikja götur, rusl og fuglafóður inn í miðri borg á Indlandi. Flestar þeirra virðast vera algjörlega sjálfala á meðan sumar þeirra eiga fast heimili sem þær geta leitað til þegar þeim sýnist. Það er ekki fráleitt að tala um götu-kýr líkt og götu-hunda en hér í Pushkar er nóg af hvoru tveggja. Eðli kúnna og heilagleiki gerir þær þó töluvert vinsælli en hundana, jafnvel þótt þær stangi stundum fólk og skilji eftir sig ómelt fuglafóður hér og þar.
Í samtali mínu við indverskan jafnaldra minn, Abu, bar nautgripi á góma og tilveru þeirra á götunni.

Abu sagði mér frá því að nautin væru til mestra vandræða og þá sérstaklega þegar þau mætast tvö og tvö á götunni. Hann sagði mér frá því að margir menn hefðu misst útlimi í átökum tveggja nauta og að nýlega hafi brennandi heit matarolía sullast yfir Indverja, túrista og tvö naut sem tókust á hinum megin við götuna frá okkur (aðeins nautin tóku þátt í átökunum :).

Til að útskýra tilveru nautgripa á götunni vildi Abu grípa til siðferðislegra sjónarmiða en þegar öllu er á botninn hvolft held ég að heilagleiki þeirra skipti öllu máli.

Til samanburðar spurði Abu : „Hvað gerið þið við götuhundana á Íslandi?”.

Ég svaraði: „Það eru eiginlega engir götuhundar á Íslandi”.

Abu: „Ok, gerum ráð fyrir að þar sé götuhundur. Ekki skjótið þið hann, er það?”.

Ég vissi ekki hvernig ég átti að þverneita þessu.

Abu: „Indverska ríkisstjórnin sér vel um nautin hér og færir þau á nautgripabýli þar sem þau fá bæði lyf og fæði”.

Ég hef átt erfitt með að trúa síðustu setningunni, sérstaklega þegar maður hugsar um allt fólkið sem ekki á ofan í sig og á. Þetta væri þó ekki í ósamræmi við stéttaskiptinguna. Það er þó skemmtilegt að fylgjast með blessuðum beljunum athafna sig í borginni þó svo að manni finnist þær stundum daufar í dálkinn. En hvernig veit maður annars hvort þær eru glaðar eða ekki?

Abu lauk nýlega háskólaprófi í viðskiptum og fluttist til Pushkar frá Mombai. Hann rekur lítið fyrirtæki og virðist hafa það nokkuð gott. Þó hann sé jafn gamall mér er hann ekki giftur, sem er skrítið miðað við alla þá vorkunn sem ég hef fengið fyrir að vera sjálfur ógiftur. Abu útskýrði fyrir mér að honum og pabba hans hafi borist nokkur tilboð frá áhugasömum feðrum en að hann hafi neitað þeim öllum þar sem hann hafi þá ekki verið byrjaður að vinna. Svo vildi hann líka giftast konum en ekki feðrum...... smá grín.

Af fjöri sínu í háskólanum heyrði ég eitt og annað. Það kom mér til dæmis á óvart að Abu, sem er hindúi, hafi átt margar kærustur og að hann hafi oftar en einu sinni átt kost á því að stunda kynlíf með stelpu. Samkvæmt honum virtist sem kynlíf fyrir hjónaband væri stundað að nokkru leiti af bæði hindúum og múslimum þó að hann hafi (auðvitað) aldrei prófað það sjálfur. Þetta kom mér allt saman á óvart en aftur á móti verður að taka fram að Mombai/Bombay/Bollywood er frjálslyndasta (?) borgin á Indlandi.

Þetta minnir mig á undrun mína við að kynnast múslimum í Istanbul, Tyrklandi, sem fóru á strípibúllur, drukku bjór og fóru heim með stelpur. Þetta kennir mér bara sömu lexíu aftur, að hegðun fólks er ekkert alltaf í anda einhvers trúarrits sem það aðhillist. Kristnir Evrópubúar eru besta dæmið um þetta. Auðvelt er að finna t.d. kaþólikka sem virðist í fyrstu fara eftir boðskap kaþólsku kirkjunnar sem sleppir svo fram af sér beislinu á ungdómsárum sínum.

Þessi lexía upprætir mína stöðluðu mynd af t.d. hindúa og til þess er ég hingað kominn, meðal annars.

Saturday, January 13, 2007

Adam var einn í paradís....og þá fór rafmagnið af ,,pleisinu".

Rafmagnsvandamál virðast hrjá nánast allar borgir Indlands. Stærri fyrirtæki eiga olíuknúnar vélar sem settar eru í gang í þau fjölmörgu skipti sem rafmagn fer af borgunum.

Í morgun vaknaði ég í ískaldri rútu í Ajmer. Eftir nokkra frábæra tebolla komst ég allur í gang og hóf skoðun á mosku þar í bæ. Ég sá nánast enga túrista í þessari hálfrar milljón manna borg og í bókhaldi moskunnar virtist ég hafa verið eini túristinn þar í 2 daga. Að sjálfsögðu fékk ég óskipta athygli þar.
Eftir morgunverð á rafmagnslausum veitingastað hélt ég áfram til Pushkar, paradísarinnar sem ég er í nú. Paradísin er kannski frábrugðin öðrum paradísum að því leiti að hér eru ágengar sígaunagleðikonur. Pushkar er 15.000 manna pílgrímabær í Rajasthan sem umkringir lítið vatn. Bærinn er svo umkringdur af fjöllum, eyðimörk og auðn. Bærinn er ótrúlega fallegur og stemningin hér er allt öðruvísi en á fyrri viðkomustöðum. Hér er allt að því hægt að snerta vörur í búð án þess að sölumaður verði rúppíu spenntur! Vatnið er talið heilagt af hindúum en þeir baða sig í vatninu og/eða taka vatn með sér heim til að þvo sér upp úr. Hótelið sem ég gisti á er fjölskyldufyrirtæki en það hefur eitt besta útsýnið yfir vatnið í bænum. Reglulega fara kvennmenn fjölskyldunnar með möntrur á þakinu hjá okkur túristunum. Apar, götuhundar, ótal dúfur og auðvitað kýr, lifa innan bæjarmarkanna. Þegar ég kom til Pushkar var kyrrðin sem einkennir staðinn (í samanburði við aðra staði) augljós. Í Pushkar er áfengi og kjöt algjörlega bannað, svo það lítur út fyrir að ég verði grænmetisæta, a.m.k. þangað til eftir flugdrekahátíðina sem verður hér á morgun. Annars getur verið að ég ,,festist” hér eins og sumir aðrir túristar og dvelji hér lengur.

Í ferð minni hefur það aldrei komið fyrir að indverskur kvennmaður kemur til mín að fyrra bragði og heilsar upp á mig. Ég var því svolítið hissa þegar tvær ungar konur komu til mín og ástralsks ferðafélaga míns til að heilsa upp á okkur. Fljótlega varð ljóst að þær höfðu áhuga á peningunum okkar. Eftir að hafa losnað frá þeim hitti ég aðrar áhugasamar ungar konur og tók í höndina á einni þeirra sem greip mig þéttingsfast og sleppti ekki. Fljótlega dró hún upp túbu með brúnu efni og fór að teikna blóm í höndina á mér sem varð ekki beint fallegt sökum þess að ég streittist á móti. Fyrir ógreiðann vildi hún svo fá greiðslu fyrir sem hún fékk auðvitað ekki, þrátt fyrir allt þrasið.

Um kvöldið fórum við ástralinn í einhverskonar túristasamkomu í bakgarði húss hér í bænum. Þar dönsuðu sígaunakonur skemmtilega dansa við lifandi tónlist í kringum varðeld og plötuðu stundum túristana í dansinn líka. Góð skemmtun! Varðandi gleðikonurnar sem ég minntist á: Sígaunakonur hafa aldrei boðið mér blíðu sína, enda hrökklast ég oftast undan ágengi þeirra. Þrír íbúar bæjarins hafa hins vegar talað um þetta og beðið mig að passa mig á þeim sem eru hér á aðalgötu bæjarins. Nokkrar þeirra voru þó í garðskemmtuninni í gærkvöldi og voru ekki í peningaleit eða viðskiptum að neinu tagi.


Í Pushkar eru mörg Hindúahof. Sum þeirra eru við vatnið, önnur upp á fellunum/fjöllunum hér í kring og enn önnur í hjól-færi einhversstaðar úti í auðninni.

Mig hlakkar til flugdrekahátíðarinnar á morgun.
(Sjá einnig greinina ,,Fólk" sem birtist einhverra hluta vegna fyrir neðan tilkynninguna um nýjar myndir frá í gær).

Friday, January 12, 2007

Nýjar myndir


Myndir frá Delhi-Agra eru allar komnar á myndasíðuna.

Fólk

Það er ótrúlegt hve mörgum maður kynnist í þessu ferðalagi og þá tel ég ekki með þá hundruði Indverja á degi hverjum sem tala við mig af fyrra bragði til þess að fá mig til að kaupa eitthvað.

Beinið í nefinu mínu vex og dafnar með degi hverjum, en oft er þó hægt að komast hjá því að reyna á það með því að skipta um umræðuefni eða snúa sölutilboði upp í grín. Fólk þolir þetta áreiti auðvitað misvel og sumir verða fljótt neikvæðir gagnvart þessu öllu saman og byrja óþarfa dónaskap. Ég fann það svo sjálfur, einn daginn sem ég var ósofinn, að maður er ekki alltaf jafn vel upp lagður til þess að þola þennan þrýsting. Þennan dag fór ,,einkahjólstjórinn” minn með mig í hvert umsátrið á fætur öðru (en ég hafði samið um lægra verð við hann gegn því að ég skoðaði búðir að hans vali). Í eitt skipti þann dag bað ég um að fá að fara í friði af því gefnu að ég setti mynd á myndasíðuna mína sem minnist á nafn verslunarinnar sem ég var í. Á þessum stað hafði að-því-er-virtist-fræðslufulltrúi-marmarafyrirtækis frætt mig um marmara og ,,steina innsetningu" (e. marble inlay work) í nokkurn tíma áður en ég var allt í einu sestur í sófa með tebolla í hönd í kjallara fullum að rándýrum marmaragersemum.

Til að komast af í harðri samkeppni verður fátækur Indverji auðvitað að taka af skarið. Einum Indverja man ég eftir sem bauðst til að hjálpa mér og Pierre (Kanadamanni) án þess að vilja neitt í staðin (og svo bauðst hann afsökunar á að hafa truflað okkur). Þessi Indverji telst líklegast til ,,millistéttar” en bakpokatúristi eins og ég sé töluvert fleiri fátæka Indverja á degi hverjum a.m.k. á þessum túristaslóðum sem ég hef verið á hingað til (skrifað á undan Pushkar).

Ég minntist á fólk sem maður kynnist. Hér er gífurlega auðvelt að kynnast fólki og þá kanski sérstaklega fyrir þá sem eru stakir eins og ég. Ég hef kynnst fólki á kaffihúsum, veitingastöðum, rútu, lest, hóteli svo eitthvað sé nefnt.
Þeir sem ég hef mest verið með er drengurinn frá Kasmír, Kanadamaðurinn Pierre, Þjóðverjinn Frank og nú Ástralinn Rick.

Áhugaverðir molar úr samræðum mínum við fólk

Þjóðverjinn Frank er kokkur sem hefur ferðast um allan heim. Hann hefur til dæmis frætt ekvadóríska (?) trukkabílstjóra um hvernig börnin verða til og gaf a.m.k. einum þeirra, átta barna föður (sem hafði misst 5 börn), smokk að skilnaðargjöf. Í Ekvador fordæmir kaþólska kirkjan getnaðarvarnir og setur sig gegn kynfræðslu eftir því sem ég kemst næst (og þetta er sjálfsagt ekki einsdæmi í suður-Ameríku).

Amerísk stúlka sem hafði verið á ferðalagi í 7 mánuði þegar ég hitti hana í Delhi sagði mér að af þeim löndum/landsvæðum sem hún hafi heimsótt væru Pakistan, Tíbet og Síbería í uppáhaldi. Hún sagði mér jafnframt að hún hafi ekki lent í leiðindum tengdum utanríkisstefnu Bandaríkjanna fyrr en hún kom til Pakistan en þá reifst hún við Pakistana sem var heillaður af George Bush og stefnumálum hans.

Indverskur hermaður sem gætti Taj Mahal hafði áhuga á klósettpappírsnotkun Evrópubúa. Hér í Indlandi eru vatnskranar í hnéhæð hjá hverju klósetti sem sparar heimamönnum pappírinn. Hermaðurinn sagðist sjálfur nota smjör (e. butter) en þó er ég ekki viss um að hann hafi skilið hvað hann var að segja. Ég hef æft mig í að borða með höndunum og gengur bærilega að nota hægri höndina (þ.e. ekki ,,smjörklísturshöndina”) aðeins við allar snertingar á mat eða fólki.

Wednesday, January 10, 2007

Agra


Í dag og á morgun verð ég í Agra. Agra er aðallega fræg fyrir eitt af sjö undrum veraldar, Taj Mahal.
Ég mun líklegast fylgja rauðu leiðinni í suð-vestur á kortinu efst á síðunni og fara svo upp meðfram ströndinni í átt að Amritsar við landamæri Pakistan.

Í nótt svaf ég nánast ekkert sökum kulda, dagurinn var hins vegar frábær og ég tók um 130 myndir. Í hótelunum er nánast engin einangrun og engin kynding en ég mun sofa undir þykku teppi í nótt.
Nú er komið að lokun í þessu internetkaffihúsi.

Monday, January 08, 2007

Fleiri myndir

Sem dæmi um það hvað ferð mín er öll óákveðin er greinin um Rajasthan hér neðar en annað dæmi er það að í morgun hringdi ég í afgreiðsluna og bað um auka dag á hótelinu til að hitta skemmtilegt fólk sem ég hitti daginn áður. Þetta fólk var að stórum hluta frá Kashmir og hvatti það mig eindregið til þess að fara þangað með sér. Ég ætla þó að halda mig við Rajasthan a.m.k. núna og legg í hann ef ég finn miða í þessar troðfullu lestir.

Fleiri myndir eru komnar inn a myndasíðuna (My pictures til hægri).

McDonalds á Kaupum ekkert deginum

Til að fylgja eftir grein minni sem birtist í morgunblaðinu 7. janúar (bls. 46) hendi ég henni hér inn í miðja Indlandssöguna.

Laugardaginn 25. nóvember fór ég seint á fætur og uppgötvaði að kaupum ekkert dagurinn væri genginn í garð. Þennan dag ætlaði ég að halda hátíðlegan enda kærkomið fyrir Vesturlandabúa að spá aðeins í neysluvenjur sínar. Fimmtungur mannkyns notar meira en 70% af hráefnisframleiðslu heimsins. Um 2% mannkyns á meira en helming af auðæfum mannkyns.
Kaupum ekkert dagurinn fór fyrir lítið hjá mér þegar ég í óðagoti fór á McDonalds og keypti mér hamborgara án þess að muna neitt eftir þeim gildum sem ég hafði ætlað að hafa í hávegum þann dag. Í kaupbæti fékk ég í grömmum og kílóum talið töluvert meira af plastrusli og pappír en sem nam þyngd hamborgarans; umbúðir utan af hamborgaranum, frönskunum, vatnsglasinu, tómatsósunni, að ógleymdum pokanum sem herlegheitin voru öll sett í. Vonandi fer þetta rusl betur í meltingarvegi jarðarinnar en hamborgarinn fór í mínum því að þessar fyrirferðarmiklu umbúðir eru urðaðar víðsvegar um hnöttinn okkar.
Hjá McDonalds hefur tíðkast að bjóða sérstök matartilboð fyrir börn. Plastfígúra, á að giska hálf mjólkurferna að stærð, fylgir hverju tilboði sem hvert barn fær á hvaða degi sem er og ef til vill á hvaða veitingastað McDonalds sem er í nágrannalöndum okkar og víðar, t.d. Bretlandi og í Bandaríkjunum. Með því að þrýsta á takka á fígúrunni má framkalla hljóð. Fígúrurnar spila mismunandi hljóð og fást í mismunandi litum svo að börnum leiðist ekki að fá nýja fígúru í safnið heldur þiggja hana með bros á vör.
Við nána skoðun má sjá merkingu aftan á plastfígúrunni, mynd af ruslatunnu með skástriki yfir enda er plastfígúran raftæki. Hún inniheldur rafhlöðu til þess að geta spilað hljóðið áðurnefnda. Þar af leiðandi er bannað að henda plastfígúrunni í ruslið, hættuleg efni í rafhlöðunni mega ekki sleppa út í umhverfið.
Ætli þessi fjöldaframleiddu raftæki endi á réttum stað hjá Sorpu? Ætli fólk muni hafa fyrir því að taka rafhlöðuna úr plastfígúrunni (ef það er hægt á auðveldan hátt) þegar henni á endanum er hent eins og hinu ruslinu sem fylgir með máltið frá McDonalds?
Framleiðslu á flestum gerðum plasts fylgir oft mikið magn mengandi efna. Er virkilega þörf á því að búa til raftæki í hvert skipti sem barn fær sér að borða?

Plastiðnaðurinn, líkt og áliðnaðurinn, er iðnaður sem leggst ekki af þó að verksmiðjum á einum stað sé lokað. Eftirspurnin mun ávallt tryggja að framleiðsla heldur áfram. Íslendingar kaupa ál, plast, þungmálma, rafhlöður, skordýraeitur og svo mætti lengi telja. Líkt og aðrar ríkar þjóðir höfum við oft enga hugmynd um hvaða umhverfisáhrif fylgja framleiðslu tiltekinnar vöru sem við kaupum.

Við getum ekki ætlast til þess að við fáum allar vörur á silfurfati til Íslands á meðan mengandi framleiðsla þeirra fer fram annars staðar. Á tímum hlýnandi loftslags verðum við að sýna ábyrgð í verki og hugsa um hvaða áhrif það hefur á umhverfið að kaupa vörur af ýmsu tagi og ekki bara okkar nánasta umhverfi, sbr. stóriðjuumræðuna. Það skiptir máli hvort keypt er flaska af rauðvíni frá Frakklandi eða Ástralíu sem flutt hefur verið mislangar vegalendir, hvort við skreppum austur fyrir fjall í bíltúr eða í göngutúr í næsta nágrenni eða hvort við keppumst stöðugt við að endurnýja jarðneskar eigur okkar.

Með aukinni hagsæld hefur kaupmáttur okkar vaxið en ábyrgðartilfinningin gagnvart aukaafurðum vörunnar ekki aukist samstíga. Með auknum kaupmætti ættum við ekki að öðlast rétt til að menga margfalt á við fátæka manninn né heldur að nota margfalt á við hann af hráefnum úr endanlegum hráefnisauðlindum heimsins eða hvað finnst þér lesandi góður?
Vesturlandabúar þurfa líka að sýna þjóðum eins og Kína fordæmi, því að þegar rúmur milljarður manna í viðbót fer að nálgast neyslumynstur okkar, hljótum við að hafa áhyggjur af jörðinni sem afkomendur okkar og annarra munu þurfa að lifa á. Eftirspurninni, sem þú veldur með kaupum á vöru, fylgir áframhaldandi framleiðsla og möguleg mengun annars staðar.

Ég bið lesendur að íhuga hvernig slæmur ávani getur haft í för með sér neikvæð langtíma áhrif á umhverfið.

Sunday, January 07, 2007

Ferðasagan til Indlands

Fyrst í dag byrjaði ég að skoða það sem Delhi hefur upp á að bjóða. Ástæðan fyrir því að ég hef hangsað í grennd við hótelið mitt og ekkert skoðað er sú að ég og taskan mín urðum viðskila á Heathrowflugvelli. Nú get ég fyrst sagt frá þessu veseni af ástæðu sem kemur fram hér að neðan.

Á Keflavíkurflugvelli bað ég Icelandair um að koma töskunni minni áfram til Jet Airways á Heathrow án minnar milligöngu. Þegar ég lenti á Heathrow átti ég samkvæmt pappírnum að eiga 95 mínútur til að skipta um vél en þar sem Jet Airways hafði engann starfsmann í afgreiðslu tengifluga og þar sem mikil umferð var um Heathrow var ég ekki kominn út að hliði og búinn að útskýra fyrir þeim að enginn var í afgreiðslunni fyrr en 50 mínútum fyrir flug.

Starfsmaður flugvallarins kom þá til mín og spurði mig heimskulegrar spurningar: ,,Við getum skráð þig í flugið en ekki farangurinn þinn. Er það í lagi?”

Í handfarangri hafði ég myndavél og tannbursta, ekkert annað.

Ég skráði mig í flugið og lagði traust mitt á flugfélagið.

Það var undarlegt að koma inn í lúxus airbusþotu sem var þar að auki full af Indverjum. Ég hef sjaldan upplifað mig jafn ,,öðruvísi”, ljóshærði sláninn frá Íslandi. Þjónustuna er ekki hægt að bera saman við íslensk flugfélög. Allir fengu teppi og kodda, gefins tannbursta og tannkrem, matseðil sem innihélt þrjá mismunandi fyrirtaks rétti með forrétt og eftirrétt. Á stólbakinu fyrir framan hvern farþega var skjár sem hægt var að horfa á nánast hvað sem er, úrval Bollywood- og Hollywoodmynda auk gamanþátta, fræðsluefnis og fleira.

Ég fékk sæti við hliðina á örsmárri indverskri konu sem sá engan veginn yfir stólbakið fyrir framan sig og var því öll á iði; hún gægðist yfir stólbakið, stakk hausnum fram á gang, leit til vinstri og hægri og endurtók aftur og aftur. Tengdardóttir hennar kom svo og bað mig um að skipta um sæti svo hún gæti spjallað við hana á leiðinni og ég fékk sæti við hliðina á enskri stúlku sem var leið til Indlands í annað sinn.

,,Slum" í Mombai/Bombay. Ég átti tengiflug þaðan beint til Delhi.

Það hefur tekið mig tíma að venjast sérstökum hreim Indverja og stundum minna samskiptin mig á samskipti indversku konunnar kemur fram í megrunarkúrsatriðum Little Brittain. Yngri kynslóðir kunna oft meiri ensku en þær eldri eins og búast mætti við. Ég rak þó augun í skilti á Mombai flugvelli sem á stóð að ekki mætti taka með sér Martial arts equipment, explosive martial or spilling batteries (except those in wheel chairs). Myndir af rafhlöðum í hjólastólum óskast hér með.

Eftir stutta bið á Mombai flaug ég til Delhi og hafðist lítið við þangað til ég fékk töskuna mína til baka í dag. Ég fór með hana upp á hótelherbergi og þrátt fyrir að vilja liggja í faðmlögum með henni það sem eftir er dags ákvað ég að láta einn koss duga og skrifa hér.

Eina grein hef ég skrifað hér að neðan og eitthvað hef ég skrifað um myndirnar á myndasíðunni sem má finna hér til hægri.

Rahjastan

Ahhhhh….

Vaknaði ferskur eftir andvökunótt. Ég gekk út á götu til að líta til veðurs og sá mér til skemmtunar að einhver hefur sett stóra moldarhrúgu út á miðja götuna sem í eru grjóthnullungar á stærð við mannshöfuð. Á öðrum stað var ruslahrúga alelda. Þessi gata er kölluð main bazar og er á hverjum degi jafn troðin og Laugavegurinn á Þorláksmessukvöldi. Þrátt fyrir þetta hiksta bílar og mótorþríhjól (e. Autorickshaw) niður götuna á meðan bílstjórar þeirra liggja á flautunni. Á kvöldin og morgnana er þó minni umferð. Í gærkvöldi fylgdist ég með hvar búðareigandi losaði tvær troðfullar ruslafötur á miðja götuna og fylgdist svo brosandi með hvernig bílar og aðrir reyndu að komast yfir hana eða fram hjá henni. Í gær gengu víst fílar niður götuna.
Ímyndið ykkur, fílar á Þorláksmessukvöldi?

Ég pantaði mér amerískan morgunverð á kaffihúsi eftir veðurathugunina. Ég hef aðalega borðað grænmetisrétti hingað til og ákvað því að eyða sáru hungri mínu með beikoni og tilheyrandi. Forvitinn Dani spurði mig hvort á disknum mínum væri svínakjöt, sem er ekki skrítin spurning, því hvorki hindúar né múslimar (sem saman mynda 96% þjóðarinnar) borða svínakjöt. Vissulega brennur svínakjöt í maga mínum núna og mun það hjálpa mér að takast á við ,,jet-laggaðann” dag.

Á kaffihúsinu las ég mér til um Rahjastan en á þessu kaffihúsi hef ég hitt 9 túrista sem allir hafa farið til Rahjastan og voru reyndar í öllum tilfellum á leiðinni heim daginn eftir að ég talaði við þá. Rahjastan er ,,sýsla” fyrir vestan Delhi sem í búa 50 milljónir manna. Þar sem úti er kalt (8 gráður), bæði á morgnana og kvöldin, hef ég ákveðið að fara til Rahjastan eftir að hafa heimsótt Agra og fresta þannig för minni á norðlægari og kaldari slóðir þangað til þar hefur hlínað í veðri.
Rahjastan er mikið ættbálkahérað. Þar eru eyðimerkur og annað merkilegt sem mun vonandi koma fram síðar. Ættbálkarnir í Rahjastan elduðu oft grátt silfur saman hér áður fyrr og voru því oft veikburða þegar utanaðkomandi innrásarlið sótti að þeim.
Við yfirvofandi árásir stórra ættbálka sem ómögulegt var að ráða við tóku smærri ættbálkar til þess að senda konur og börn á bálköst á meðan karlarnir hlupu út í rauðan dauðann geng innrásarliðinu.
Vonandi hafa menn þó fullvissað sig um að um innrásarlið var að ræða frekar en t.d. heimsókn því ,,súrt” væri nú að senda fólkið sitt á bálið rétt fyrir veislu (afsakið svarta húmorinn, ég þarf kanski meiri svefn). Einhverra hluta vegna hefur þessi hefð þó ,,dáið út”.

Í dag ætla ég að skoða Rauða virkið í Delhi og sitthvað fleira.

Athugið að ef einhverjar stafsetningarvillur sjást hér að ofan (jafnvel i í stað y) eru þær eingöngu afleiðing lyklaborðsins sem ég nota, sem er skítugt eins og annað í þessari borg. Delhi er sjöunda mest mengaða borg í heiminum og í heimild frá 1997 las ég að þriðjungur íbúa hennar eiga í öndunarfæraerfiðleikum, hóst hóst.

Sjá fábrotnar myndir með því að smella á [My Pictures] hér til hægri.
Ein þeirra fylgir hér að neðan:
Ég keypti mér einhverskonar vafningsteppi fyrir 160 krónur íslenskar til að verjast kuldanum á meðan ég beið eftir töskunni minni. Myndin til hægri birtist á forsíðu National Geographic, hún er heimsfræg og ósambærileg við myndina mína. Því ber ég þær hér saman.

Saturday, January 06, 2007

Örfréttir

Jet laggið heldur skrifunum svolítið niðri núna, er í Delhi og fer að komast í gang.

Thursday, January 04, 2007

Gleðilegt nýtt ár, sjáumst síðar á árinu

Þá er ég farinn af landi brott.

Wednesday, January 03, 2007

Asía

Um 30% lands á jörðinni tilheyrir Asíu og 60% allra manna búa þar (3,8 milljarðar).

Indland er sjöunda stærsta land í heimi. Það þekur um 3,2 milljónir ferkílómetra. Evrópusambandið, með hinum nýju meðlimum Búlgaríu og Rúmeníu, þekur til samanburðar 4,3 milljónir ferkílómetra.

Á Indlandi búa 1,1 milljaður manna og hefur aðeins Kína fleiri íbúa (1,3 milljarða). Indverska ,,fólksfjöldaklukku" má finna hér.
Evrópusambandið ætti þriðja sætið í fólksfjölda ef litið væri á það sem eitt ríki. Í Evrópusambandinu búa 496 milljónir manna.

Þessi mynd hér að neðan fylgir til að gera þessa grein skemmtilegri. Mikael bróðursonur minn.
Fyrir áhugasama má finna fleiri myndir af honum hér.